Masterclass 2018 Jordan Liberty

Já það er komið að því…. Helgin er runnin upp og ég er tilbúin til að læra enn betur að möndla með burstana mína og læra hvernig hægt er að beita þeim á glænýjann hátt.

Ætli ég verði ekki að hlaupa samt hratt yfir byrjunina á þessu áhugamáli mínu sem gerði það að verkum að ég fór á námskeiðið sem ég er að fara að fjalla um…..
AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGG ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG ER AÐ SPRINGA MEÐ ÁVAXTABRAGÐI!!!!

O.K. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið stelpa í húð og hár. Elskaði kjóla og grenjaði heil ósköp þegar mamma tróð mér í buxur því ÉG ER EKKI STRÁKUR. Ég elskaði allt sem konur og stelpur og prinsessur og hafmeyjur eiga að eiga/hafa en ég ætlaði í alvörunni að verða svoleiðis þegar ég yrði stór (hafmeyja sko). Sá draumur hefur enn ekki ræst enda er ég enn ekki orðin stór enda bara rúmlega 150 cm á hæð, á milli þess að vera Hobbiti og næstum því dvergur en einn daginn ég er að segja ykkur það verð ég stórglæsileg hafmeyja sem á Einhyrning í landi.

Vááááá aðeins komin út fyrir efnið, athygglisbrestur HALLÓ!!!!!

En hvar var ég? Já ég hef alltaf elskað allt sem er kvenlegt. Blúndur, kjólar, bleikt, háir hælar, háir hælar, háir hælar (já elska hælaskó) og förðunarvörur. Ég var ekki há í loftinu (enda hef ég aldrei verið það) þegar ég fór að stelast í málningardótið hennar mömmu eða bara hjá þeirri konu sem ég var stödd hjá í það skiptið. Þetta var samt ekki alltaf mjög vinsælt en alveg sama hversu rosalegar skammirnar voru þá missti ég aldrei niður áhugann. Í kringum 15 ára aldurinn var ég farin að spá alvarlega mikið í þessu og langaði að vinna við að farða aðra. Á þeim tíma var draumurinn aðeins stærri en í dag því að sjálfsögðu var ég alltaf flottasti förðunarfræðingurinn í heiminum og vinsælust hjá öllum stjörnunum. En ég þorði ekki að fara og læra. Fann mér endalausar afsakannir enda hver fer í förðun, það er ekki skóli, það er ekki menntun. Menntun er eitthvað sem fæst í Háskólanum og þá þarf maður að vera einhverskonar fræðingur en alls ekki með förðun í byrjun.
Tíminn leið og ég varð eldri með hverju árinu (ótrúlegt en satt) en alltaf blundaði litli málarameistarinn inní mér. Við skulum samt ekki fara framúr okkur og misskilja hlutina, ég kann ekki að teikna eða mála myndir, 2 ára krakki gerir betri Óla prik en ég en andlitið er striginn minn sem hægt er að leika sér endalaust með.
Það var ekki fyrr en í fyrra, árið 2017 s.s. 26 árum eftir að ég fyrst byrjaði að hugsa alvarlega um þessa iðn sem ég loks lét verða að þessu, ég skráði mig í Reykjavik Makeup school. Ég er ekki að grínast en ÓMÆ, það sem maður getur gleymt sér í contorum og highlightum, glimmeri og pennslum þetta er á barmi þess að vera fíkn. Kanski myndu margir segja að þetta sé fíkn hjá mér þar sem ég á um gesilljón bursta og augnskuggum og pallettum sem glitra og glóa. Ég ætla að fjalla um skólann betur í öðru bloggi en þessu því að núna, ári eftir útskrift var förðunarfræðingurinn, ljósmyndarinn og ég myndi segja uppistandarinn Jordan Liberty kominn til landsins til að taka þessa upplifun á allt annað level…..

Auðvitað byrjaði ég á því að sofa yfir mig og mæta seint en ég er þessi týpa sem er alltaf fashionably late og meira að segja er ekkert fashional about it.

Ég fann mér sæti næstum því fremst með hjálp Sillu (annar eigandi skólans) og ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum hver ég var enda geri ég það sjaldan. (Litla brussan sem tekst alltaf að vekja á sér athyggli sama hvað hún reynir að gera það ekki)
Jordan var kinntur og byrjaði á að fara í gegnum sína sögu aðeins, hvað hann gerði, hver hann væri og hvernig hann hafi dottið inn í þennan bransa.
Hann var mjög hógvær og sagði marg oft að hann væri alls ekki besti förðunarfræðingur í heimi heldur væri hann miklu betri bissness kall sem gott er að vera í þessum bransa (Ónei ég er svo engin bissnesskona að það er hálf skammarlegt) Hann sagði okkur líka aðeins frá þessum heimi en Jordan hefur farðað fræga liðið, fyrir tískusýningar, myndatökur, fyrir hin ýmsu förðunarmerki og svo hefur hann hannað sína eigin tækni.

Jordan byrjaði á að farða gullfallegt módel og var hún förðuð með glossy áferð en það er eitt af hans uppáhalds

lookum í dag. Græn augun og glóí lúkkið var sjúklega flott en það sem er skemmtilegast við hans tækni er að hann notast helst ekki við farða (foundation), hann contorar helst ekki en notast mikið við highligta sem er tækni sem hann hefur þróað og þar hefur samspil þess að vera förðunarfræðingur og ljósmyndari komið sér vel.  Ástæðan fyrir að hann notar highligter ferkar til að contora er að hann glóir þar sem ljósið fellur á hann og lýtur því alltaf geggjaður út.

Jordan reynir líka að gera förðunina eins fallega og hægt er þannig að það þurfi sem minnst að photoshoppa enda er það vandasamt verk, tímafrekkt og dýrt fyrir þann sem vinna á myndirnar fyrir.

Til að fullkomna einmitt þetta look bar hann glossy gel á augnlokin og litu þau út eins og þau væru hjúpuð en einnig var skvísan spreyjuð endalaust með Quick fix frá Urban Decay til að fá þetta wet look.

Eftir hádegishlé á laugardeginum Tók við næsta look en þá gerði hann smoky look og var glænýtt módel fengið í það verkefni. (já ég er ferleg ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað þær hétu þessar skvísur)

 Þið verðið að afsaka myndirnar mínar en ég þurfti að taka mynd af myndunum hans af skjávarpa þar sem ofsa fín súla blokkaði útsýnið þannig að sumar myndirnar eru langt frá því að vera í góðum gæðum.

Í þessu looki notaði hann örlítinn farða, hyljara og helling af highlight frá Nyx (einmitt sjúkleg palletta sem við fengum í gúddíbagginu okkar)  Augun voru í fjólubláum lit með glossy áferð, þau voru dramatísk og tælandi enda messt lagt í þau. Lookið var að lokum toppað með fallegum nautral varalit.

Degi 1 var lokið og ég gat varla beðið eftir að koma aftur daginn eftir.

Auðvitað var ég á síðustu stundu og mætti 5 yfir 9 (ótrúlegt, það er eins og ég kunni ekki á klukku)  og var Jordan þá búinn að gera létt svona no makeup – makeup sem beisiklí fellst í því að þú ert förðuð án þess að það sjáist, mjög náttúrulegt.

Hann breytti því svo yfir í 2 önnur look þar sem hægra auga var farðað meira út í cat eye look en hitt í áttina að smoky.

Cateye

 

Smoky

 

Auðvitað var ekki nóg að gera í raun 3 look á þessa skvísu heldur hélt hann áfram og fékk hún að þrífa allt af sér og setti hann 4 lookið á hana á met tíma. Ég meina í alvöru á þessum 4 lookum sem hann gerði myndi ég ná að gera kanski eitt en á móti kemur að ég er meira svona hobbyisti og vinn ekki við það 24/7 að farða módel á færibandi…. Þær myndu líta út eins og trúðar ef ég myndi reyna að gera þetta svona hratt og þá er ég að meina svona scary clowns….

Þarna er hann búinn að dýpka augun með því að ramma þau inn með svörtum eyeliner og mér til mikillar gleði lærði ég það að hinn típíski eyeliner er að detta mikið út en er meira að verða smösjaður. Ég hata eyeliner, get alveg gert hann en finnst hann ótrúlega erfiður og það að linerarnir eiga að vera systur well  eru meira svona frænkur í flestum tilfellum. (sæll ég er aldeilis að auglýsa mig sem förðunarfræðing! Býð uppá scary trúða förðun með eyelinera sem líta út eins og fjarskyldir innbreaders)

Hádegishléð kom og eins og deginum á undan var farið á veitingastaðinn Haust sem er einmitt staðsettur á Radisson hótelinu í Þórunnartúni (en þar var námskeiðið haldið) og maður var ekki svikinn með brönsh hlaðborðið þeirra (slefa við tilhugsunina og ég skal fara aftur)

Eftir hádegi var svo komið að loka lúkkunum. Það fyrra var Glam goth look en þá voru augun léttförðuð en allt toppað með kolsvörtum varalit. Skemmtilega er að módelið sem Jordan valdi er ekki vön svona förðunum en hann valdi hana einmitt af því að mappan hennar saman stendur af fallegum, fegurðardrottninga lookum þannig að þetta var svoldið langt út fyrir það sem hún er vön en alveg ótrúlega flott ábót í bókina.

Eftir þessa myndatöku breytti hann lookinu aðeins og dýpkaði þá augun og lagði meiri áherslu á þau og skipti út svarta varalitnum út fyrir fallegan nautral.

Þarna er hann að vinna með sama lookið en er bara búinn að skipta út varalitnum og setja eyeliner á augun

Auðvitað lauk námskeiðinu með myndatöku með listamanninum, allir voru leystir út með gjafapoka og að sjálfsögðu skírteini um að hafa lokið  námskeiðinu.

 

Ég lærði svo mikið og hlakka svo til að æfa mig í að nota tæknina sem hann kenndi okkur. Einnig var gaman að fá ráð um hina ýmsu hluti sem fylgja því að vera förðunarfræðingur hvort sem það er í sambandi við að auglýsa sig, byggja upp kúnnahóp, samfélagsmiðlana og hreinlæti sem ætti alltaf að vera til fyrirmyndar í þessum bransa.

Að lokum ætla ég að skella nokkrum auka myndum af mér og Jordan (erum sko bestu vinir, ok kannski ekki en við gætum alveg verið það) skemmtilega óskýr mynd af Diplomunni minn, masterclass skírteininu og gjafapokanum og að lokum skírteininu ásamt þeim hlutum sem leyndust í pokanum. Takk æðislega Silla og Sara fyrir að standa fyrir þessu námskeiði og ég get ekki beðið eftir að heimsækja ykkur, fá upprifjun þegar ég fer í ferðalag ár aftur í tímann, þegar ég tók eina af mínum bestu ákvörðunum í lífinu og lét drauminn rætast.

 

já og þar sem ég er ekki besti ljósmyndari í heimi ákvað ég að fá nokkrar myndir “lánaðar” af síðu Jordans af nokkrum lookum sem hann hefur gert og endilega kíkið á Instagram síðuna hans. Sjón er sögu ríkari

https://www.instagram.com/jordanliberty/

Red cherry Glossy varir

 

Glossy augu

 

 

 

 

 

 

 

 

Módelið er hin fagra meghanerinro en hún er með það sem kallast hooded eyes sem Jordan elskar 🙂

 

Auglýsingaherferð sem Jordan gerði fyrir vöruna Viper sem fyrirtækið Sygma gerir. Sjúklega flott og alveg óvart fann ég sjálfa mig inná síðu þeirra eftir námskeiðið og ótrúlegt hvað margir hlutir duttu bara óvart ofan í körfuna mína.  Vúpppppsssss

En í desember verð ég með snyrtivörublogg mánaðarins og þá er aldrei að vita nema ég verði búin að fá góssið, rífa það upp, pota í það og prufa 🙂

en þar til næst

Hafmeyju, einhyrnings glimmerkonana úr Árbænum….

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *