Meðgangan mín

Ástæðan fyrir því að mig langaði að skrifa aðeins um meðgönguna mína er sú að ég átti mjög erfiða meðgöngu , mér finnst lítið tala um erfiðar meðgöngur , alltaf bara sýnt spenninginn og glamúrlífið í kringum hana.
Ég og barnsfaðir minn vorum búin að vera saman í 4 mánuði þegar ég komst að því að ég væri ólétt , komin u.þ.b 3-4 vikur á leið ,
það var mikið sjokk þar sem við bæði vorum á mjög slæmum stað í lífinu , mikil áfengisneysla ásamt fíkniefnaneyslu.
Við áttum sjálf líka í slæmu sambandi okkar á milli sem snérist mikið um andlegt ofbeldi.
Ég varð edrú um leið og ég komst að því að ég væri ólétt , ég var samt eiginlega ekki að trúa þegar
ég fékk jákvætt á 2 prófum og var alveg hadviss um það að þau væri gölluð ,
en ég hafði klárlega rangt fyrir mér hehe.

12 vikna sónar <3

 

Ég var mjög spennt fyrir komandi tímum en þar sem ég þurfti að smella fingri og verða edrú 1,2 og 3 þá var þetta líka mjög erfitt ,
tók mikið andlega á. Það sem var líka mikið vandamál er það að barnsfaðir minn varð ekki edrú en sagðist alltaf ætla að verða edrú ,
ég var svo meðvirk að ég gaf honum séns á að verða edrú meðan ég var ólétt , að hann yrði þá bara edrú þegar hann væri tilbúin til þess ,
hann sagði við mig þegar ég var komin í kringum 20 vikur á leið að hann ætlaði að hætta öllu og ég virkilega trúði honum ,
þá byrjaði bara þessi blessaði feluleikur. Hann drakk mikið , notaði mikið af fíkniefnum allt á bakvið mig og hélt að ég kæmist ekki að
því eða myndi líta framhjá því. Auðvitað fattaði ég það alltaf og varð alltaf jafn sár ,og þá kom aftur þessi eintómu loforð
um að hann ætlaði að hætta í þetta skipti. Mér var farið að líða mjög illa á þessum tímapunkti á meðgönguni ,
endalaus ofsakvíði , þunglyndi og engin stuðningur frá barnsfaðir mínum.
Ég gjörsamlega keyrði mig út andlega , var skíthrædd og vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér í þessum málum , það var barn á leiðinni ,
barnsfaðir minn var of veikur til þess að geta pælt í því og ég gat varla borið ábyrgð á sjálfum mér. Í kringum
síðasta þriðjunginn varð ég svo hrædd við fæðinguna og allt því tengt að ég hætti að sofa vegna ofsakvíða ,
þetta var mögulega verstu vikur á minni meðgöngu , sem betur fer voru foreldrar mínir í sumarfríi á þessum tíma svo þau þurftu
algjörlega að hugsa um mig.

27 vikur á leið<3

Mér leið svo illa , vissi ekki hvernig ég átti að koma mér úr þessum kvíða og var svo hrædd fyrir komandi tímum ,
að hugsa um lítið barn og það mögulega ein?
ég ætlaði mér aldrei að verða einstæð mamma (var búin að selja mér það að ég gæti ekki verið ein að hugsa um barn) .
Ég fór upp á geðdeild 3x á einni viku og grátbað um að láta leggja mig inn tímabundið því ég bara einfaldlega gat ekki hugsað mér að gera neitt annað í þessari stöðu , eftir mikið andlegt ofbeldi , líkamlegt ofbeldi , mikla fíkniefna-áfengisneyslu af hálfu barnsföður míns og stanslaust að láta sig hverfa með slökkt á símanum eða kennandi mér um allt sem kom uppá brotnaði ég niður í milljón mola andlega , ég bara gat ekki meir og sá að þetta var bara eina í stöðunni fyrir mig og komandi barn. Allstaðar kom ég að lokuðum dyrum í þessu blessaða heilbrigðiskerfi, læknarnir neituðu að leggja mig inná gðedeild tímabundið aðþví það væri sko ekkert fyrir ólétta konu að gera þarna í kringum alla þessa „geðsjúklinga“
Það var bara hent í mig svefnlyf og ég skikkuð heim að sofa ,
svefnlyf laga ekki ofsakvíðaköst og það var ekkert hlustað á mig , ég vildi ekki svefnlyf ,
ég vildi bara vera á öruggum stað meðan þetta gekk yfir en ekkert var gert.
Ég reyndi að hringja í ljósmóður mína sem var algjör T**** og hún sagði mér að hún gæti ekkert gert fyrir mig ,
ég ætti bara að hætta þessu eða fara aftur uppá bráðamótöku geðdeildar , eina sem ég var að biðja um var ein nótt á
spítala til þess að jafna mig andlega. En auðvitað var það ekki hægt , ég hringdi líka á
Landspítalann og grátbað um að fá að vera í eina nótt þar en þar voru deildir yfirfullar og ekkert pláss.
Á þessum tímapunkti var barnsfaðir minn djammandi einhverstaðar og öskuillur út í mig fyrir að geta ekki sótt hann hingað og þangað og geta reddað honum. Ég kasólétt , ósofin í ofsakvíðakasti hélt endalaust að þetta væri bara allt mér að kenna.
Þarna var ég gjörsamlega búin að missa allt álit á þessu ónýta heilbrigðiskerfi ,
það sýndi sig og sannaði margfallt.

3D sónar <3

 

Ég er svo gríðalega þakklát fyrir foreldra mína sem stóðu við bakið á mér
alveg sama hvað gekk á , þau eru mínar hetjur og mínir klettar<3
En sem betur fer komst ég út úr þessu með hjálp fjölskyldunar minnar en kvíðinn kom sterkur inn aftur þegar ég átti að fara
í keisara en ég ætla að skrifa aðra færslu um fæðingarsöguna mína.
Ég ætlaði mér ALDREI aftur að verða ólétt og eignast annað barn því ég átti ömurlega meðgöngu andlega.
Þetta á að vera svo frábær tími , spennandi og allir svífandi um á bleiku skýi en ég fann ekki fyrir því í eina sec.
En í dag hugsa ég öðruvísi , mun alveg eignast annað barn seinna og ætla að gera hlutina allt öðruvísi en ég gerði á minni fyrstu meðgöngu.
Ég er svo þakklát fyrir elsku son minn , hann bjargaði mér frá rugli og 1.janúar hef ég verið edrú í 3 ár og er óendanlega stolt af sjálfri mér.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *