Mín reynsla af húðflúrum

Jæja störtum bloggar ævintýrinu með tattoo umræðu sem er ofarlega í mínum huga þessa dagana.

Ef það heyrist ekki í mér og það er ekki hægt að ná athyglinni minni þá sit ég frekar spennt að skoða myndir og plana hvað ég eigi að fá mér næst.

Við sem erum dottinn í þetta æði erum jú aldrei búin er það? Ekki nema það sé ekkert pláss eftir á líkamanum!

Ég er ekki mikið flúruð en ég er með um 100 myndir á símanum mínum af designs sem mig langar í.

 

19 ára gömul byrjaði ég og rölti inn á Tattoo og Skart, skoðaði í bókinni og valdi mér, að mér fannst þá, flott Tribal tattoo.

Svanur var ekki lengi að koma þessu á mig og vá! Mér fannst þetta alveg geggjað.

Ég fékk mér þrjú á mjög stuttum tíma, allt tribal sem var í tísku þá.

Seinna bættist við einn kross á fótinn , vinkonu tattoo sem Sverrir setti á okkur, mig minnir að við vorum að rölta Laugarveginn og enduðum þar inni, spontant og gaman.

Gleymi því seint þegar greyið maðurin var að kafna úr táfílu út af mér! Enda heitt í veðri og búin að vera rölta, það var mikið hlegið yfir þessu.

13 árum seinna er ég komin með leið á þeim, langaði í eittvað annað en Tribal og byrja að plana cover á þau öll nema krossin, það er tilfinningalegt gildi í honum svo hann fær að vera.

 

Ég heyrði þá að Chip hjá Reykjavík Ink væri góður í svona verk og pantaði tíma

Mjög sátt og fegin að hægt var að fela gamla flúrið og ekki skemmir fyrir að við náðum að spjalla mikið á meðan og mjög fljótur að setja þetta á mig.

Eitt sem hann sagði og ég hefði átt að fara eftir var að textinn má ekki vera of lítill, ef það er gert þá endar það frekar ólesanlegt og í kjölfarið sýndi hann mér eitt gamalt sem hann fékk sér og jú hann hafði rétt fyrir sér.

Stærra letur fékk þá að fylgja rósunum, EN seinna fékk ég mér texta undir brjóstið og klikkaði á þessum upplýsingum, það sést núna 3 árum seinna að það á eftir klessast.

 

 

 

Hér er það glænýtt.

Ég get verið mjög snögg að ákveða mig og drifið mig í flúr sama dag eins og gerðist hér eða verið marga mánuði/ár að plana.

Ég hefði viljað að þessi artisti hefði verið með sömu vitneskju og fengið þá stærra letur, en ég tek þetta á mig.

Ég er alls ekki óánægð með þetta, finnst þetta fallegur staður og flott flúr, sjáum til hvað árin gera við það.

 

Nú á ég eftir að setja yfir tvö, eitt á mjóbakinu og eitt rétt fyrir neðan hnakka  , svo langar mig í half sleeve, svo bakið, svo lærið og svo lítið sætt á öðrum stað!  Úff það er hellingur af plássi á líkamanum til að skreyta! Svona er áhugamálið skemmtileg.

Pinterest er með óendanlegt magn af myndum sem hægt er að skoða, ég sé nöfnin á artistum þar við mynd sem mig líkar og finn þá á Instagram.

Google er líka vinur manns í leit, nú er ég með of mikið að velja úr og á í erfiðleikum með að ákveða mig hvað ég á að setja hvar.

 

Fann eitt sniðugt í App Store sem heitir Ink Hunter, þetta app gerir þér kleift að taka mynd af því svæði sem þig langar í flúr á,  þar eru þó nokkur verk sem þú getur valið úr og mátað á þig, það er líka hægt að hlaða inn það sem þú hefur fundið.

Þá getur þú séð hvernig fer þér að vera með flúr þarna, skoðað myndina reglulega og tekið ákvörðun út frá því.

Með þessu fann ég það út að það færi mér best að halda í rósa þemað og setja þannig half sleeve á mig, sjáum til hvernig það endar.

Ég mæli þó með að prófa ef þið eigið eins erfitt og ég með að velja.

 

Set inn nokkra myndir af fólki og designs sem mér finnst falleg,

        

 

Það skemmtilega við þetta er að við erum eins ólík og við erum mörg, það sem mér finnst fallegt finnst mögulega næsta manni hrikalega ljótt, það er líka allt í lagi, smekkur manna ólíkur, munum samt að halda þessum skoðunum fyrir okkur sjálf, við viljum ekki særa þann sem er stoltur af sínu flúri, eitthvað sem ég tem mér að fara eftir.

Hagnýtt er þó að fá upplýsingar um hver er bestur í hverju, þar kemur spjall síður á facebook að góðri notkun.

Sjálf verð ég að segja að undanfarið hef ég misst hökuna niður á gólf við að sjá myndir eftir hana Ólafíu, hæfileikarnir leyna sér ekki.

Við erum með marga flotta artista á Íslandi, ég hef þó tekið eftir mikilli aukninu á fólki sem fara til útlanda til þess eins að fá sér flúr, sem gerði það að verkum að ég byrjaði líka að skoða artista í útlöndum, tildæmis Tenerife þar sem ég mun sennilega vera seinna á þessu ári, aldrei að vita nema ég nýti seinasta daginn í það.

 

Vinkona mín setti inn mynd á Instagram sem ég náði að tengja við, þar sem að þetta er dýrt sport er gott að eiga svona, segjum fjórar svona krukkur til að vera viss.

Þangað til næst <3

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *