Mínar uppáhalds amerískar pönnukökur

Ég er mjög hrifin af amerískum pönnukökum og geri þær oft ef ég er búin að eiga erfiða viku eða langar bara aðeins að dekra við sjálfan mig.

Hérna er uppáhalds uppskriftin mín af amerískum pönnukökum sem eru tilvaldar í sunnudagskaffið:

230g hveiti

1/4 tsk salt

msk sykur

tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

50g smjör

stk egg

dl AB mjólk (ég nota alltaf jarðarberja)

dl mjólk

  1. Ég byrja á að bræða smjörið
  2. Hræri eggið, smjörið, AB mjólkina og mjólkina svo saman
  3. Bæti svo öllum þurrefnunum við
  4. Leifi deiginu að standa í svona 10 mínútur
  5. Bræði smá smjör bút á meðalheitri pönnu og steiki svo pönnukökurnar

 

Það er mjög gott að bera pönnukökurnar fram með sírópi súkkulaði, banönum og þínum uppáhalds berjum.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *