Misheppnuð aflitun

Ég get verið mjög uppátækjasöm þegar kemur að hárinu mínu og alveg skelfilega óþolimóð, ef ég fæ hugmynd þá verð ég að framkvæma hana.

Ég var með dökkbrúnt hár og vildi fá það ljóst, helst í gær.

Vissi þó að það tæki nokkur skipti að ná þeim hvíta lit sem ég vildi fá í endana með dökka rót.

Bún að skoða Pinterest og hlaða niður myndir af konum með hárlitinn sem ég vildi fá.

Labbaði inn á hárgreiðslustofu og sýndi henni myndina, hárið varð rauðbrúnt með ljósbrúnu í og sá ég fram á að það tæki 100 skipti að komast að þeim stað sem ég óskaði mér (ýkta ég).

Var ekki alveg að sætta mig við útkomuna og lagaði sjálf rótina sem lýstist og setti ljóst i endana, aaahhh þetta var miku betra en þó langt í land.

Þar sem ég náði svona góðum árangri sjálf með þessa litun þá hugsaði ég JÁ!, ég geri þetta bara sjálf.

Nokrum vikum seinna, ekki meira en tvær, þá var komið að aflitun.

Það lýstist helling EN þessi óvelkomni guli og appelsínuguli litur heilsaði upp á.

Gerum þetta einu sinni enn hugsaði ég og aflitaði það aftur um kvöldið.

Þvílíkur horbjóður!


Ennþá var þessi guli og appelsínuguli litur sem ég fékk hroll yfir að sjá á hausnum á mér.

Þarna var ég komin í vafasamt andlegt ástand, stressið í hámarki, hárið skiptir mig greinilega miklu máli.

Prófaði þrjár tegundir af fjólubláu sjampói en það varð engin hreyfing á litnum, hann sat sem fastast!

Ég var farin að hugsa hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu og fara í dökka litinn aftur, það er auðvelt að meðhöndla hann, búin að gera það í 5 ár.

Ég var búin og gafst upp á þessu ævintýri.

Daginn eftir hringdi ég á nokkrar stofur i Reykjavík að athuga hvort það væri laus tími og það í dag.

Nokkrum símtölum seinna og alveg að fara missa vonina um björgun, þá fann ég lausan tíma!

Labella átti laust fyrir mig 2 tímum seinna.

Þar tók á móti mér ung kona sem var búin að heyra alla sálar söguna í gegnum síma og spurði hvort ég væri sú með gula hárið, já sagði ég flissandi og sýndi henni hárið sem ég var að reyna að fela fyrir aftan hnakka.

Bauð mér kaffi og afskaplega vinaleg.

Ég leit yfir herbergið og sá þar hárgreiðslu konu, stutthærð með flottan bláan lit í hárinu og hugsaði að þetta væri örugglega rétta manneskjan fyrir þetta verkefni, vonandi fæ ég hana hugsaði ég.

Hún kallar á mig, yes!

Þessi kona bjargaði mér og helginni, hún er kölluð Tobba.

Hér er svo útkoman

Grár litur settur yfir gula, hlakka til að fara aftur.

Ég get héðan í frá sagt að föstudagurinn 13 sé minn happa dagur.

Á þessum degi fann ég loksins hárgreiðslukonu sem ég dýrka, eftir margra ára leit að hinni réttu, já þetta er einsog að leita að maka, mjög erfitt hah!

Mitt ráð eftir þetta ævintýri er, don´t do it yourself.

Svo þarf ég bara að fara eftir þessu ráði sjálf, sjáum til hvernig það endar.

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *