Nautagúllas með beikoni og gufusoðið brokkolí

Hentar fyrir keto og lágkolvetnafæði

Undirrituð er byrjuð að fylgja eftir bestu getu Keto mataræðinu og á einni viku fauk af mér 3 kg!

Eldmóðurinn fauk upp úr öllu sínu valdi og nú er ég enn ákveðnari að halda áfram.

Ég er þó mikill matgæðingur, elska góðan mat og þá varð ég að hendast í eldhúsið og búa til uppskriftir sem eru leyfðar og þessi heppnaðist svo svakalega vel að hann kláraðist og svo er hann líka auðveldur sem er mikill kostur.

Fyrir 3

Það sem þarf í réttin er

  • 4stk hvítlauksgeirar
  • 600gr nautagúllas
  • 1stk meðalstór laukur
  • 1 bréf beikon 200-250gr
  • 8stk sveppi (eftir smekk)
  • 1tsk Rautt curry paste
  • 1tsk nautakraftur
  • 1stk 400ml ferna kókósmjólk frá SantaMaria (mikilvægt að nota þessa)
  • 1tsk þurrkað Timian
  • saltið og piprið eftir smekk, ég setti 1tsk af hvoru

AÐFERÐ

Olía sett í pott, ég nota avocado olíu, gúllasið er brúnað með hvítlauknum og lauknum í ca 4 mín. hellið kókósmjólkinni í pottinn, bætið við sveppi, curry paste ásamt kryddum.

Látið sjóða í 60 mín með lokið á eða þar til kjötið er orðið meirt, hrærið reglulega.

Fínt að byrja gufusjóða brokkolíið þegar helmingur af eldunartíma er lokið.

Mæli með að rífa Parmesan ost yfir.

Mæli líka eindregið með að tvöfalda þessa uppskrift til að eiga í afganga daginn eftir.

Og njótið!

Þangað til næst

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *