Netverslanir – 1. hluti

Ég hef þann magnaða hæfilæka að vera mjög góð í að eyða peningum á netinu. Held reyndar að ég sé ekki ein um þetta en mér finnst mjög skemmtilegt að vafra um á netverslunum, safna í körfu og láta mig dreyma. Mig langaði að deila með ykkur hvernig ég versla, hvar mér finnst best að versla og hvernig ég finn afslætti. Ég ætla bara að fjalla um bandarískar netverslanir í þessum pistli, þær íslensku og þær sem eru á norðurlöndunum eða Evrópu eru ekki síður skemmtilegar en þær eru alveg efni í sér blogg.

Við byrjum í Bandaríkjunum, en ég finn oft á tíðum mesta verðmuninn á verslun þar og hér heima.

Póstboxið

Ég leigði mér póstbox í Bandaríkjunum og safna öllum mínum sendingum þangað. Ég notast við þjónustuna hjá myus.com en það eru víst til fleiri síður sem sjá um svona. Mér finnst þetta alveg frábær þjónusta. Ég var oft að lenda í því að sendingarkostnaðurinn var mikið hærri en verðmæti vörunnar sem ég var að kaupa eða að verslanirnar sendu ekki til Íslands. Sendingarkostnaður innan Bandaríkjanna er mjög oft frír svo þetta munaði oft miklu. Ég uppgötvaði þessa snilldar þjónustu hjá MyUS. En hjá þeim borgar þú fast verð per mánuð, sem eru heilir 7 dollar. Þú færð uppgefið númer sem þú setur sem heimilsfang á sendingarnar þínar, fyrirtækið tekur svo á móti öllum sendingunum þínum, umpakkar þeim og sameinar í eina stóra sendingu. Þú getur svo fylgst með stöðunni og hefur yfirlit yfir allar þær sendingar sem eru komnar í hús. Þegar þú ert búin að panta allt sem þú ætlar að panta og allir pakkarnir komnir í vöruhúsið hjá MyUs lætur þú vita að þú viljir að sendingin sé send af stað til Íslands, þú velur sendingarleið og borgar sendingargjald sem er í langflestum tilvikum lægra en netverslanirnar bjóða uppá. Hér heima eru svo að sjálfsögðu greiddur virðisauki af sendingunni ásamt einhverskonar tollmeðferðargjaldi hjá dreifingaraðila.
Ég er sjálf ekki með áskrift af póstboxinu allt árið, ég segi upp þjónustunni þegar ég veit að ég er ekki að fara að versla neitt næstu mánuðina. Hef svo bara skráð mig aftur þegar ég þarf að notfæra mér þetta, en það er helst á haustin þegar ég fer að huga að jólagjöfum.

Afslættir

Ég ætla að kynna ykkur fyrir einni af minni bestu vinkonu, henni Honey. Þetta er alveg brilliant app sem hægt að nýta sem svokallað add-on á internet vafrann þinn. Ég nota Chrome og uppsetningarferlið var mjög auðvelt. Þú ferð einfalega inn á www.joinhoney.com,fylgir leiðbeiningunum þar og þá á hún bara að vera mætt að fylgjast með þér. En Honey virkar þannig að þegar þú ert komin í checkout ferlið í netverslun spyr hún þig hvort þú viljir að hún leiti af afsláttum. Hún fer svo í gegnum gagnagrunninn sinn og finnur í flestum tilfellum einhverja afslætti fyrir mann. Hún setur svo inn afsláttarkóðana sem hún finnur og þú bara fylgist með verðinu lækka. Ef hún finnur enga afslætti lætur hún þig vita og þú getur verið viss um að þú sért að fá besta verðið. Ég tók dæmi af gap.com. Ég smellti 3 vörum í körfuna, ein var nú þegar á afslætti, en Honey lét mig strax vita að hún hefði fundið afsláttarkóða.

Hún setti svo inn kóðana og verðið lækkaði töluvert.

Alltaf gaman að spara! Mæli virikilega með þessu appi. Þetta er að sjálfsögðu ekki auglýsing, mér finnst þetta bara frábært fyrirbæri.

Nú þegar ég er búin að fara í gegnum hvernig ég geri þetta langar mig að segja ykkur frá mínum uppáhalds verslunum og vörum.

GAP

Flestir þekkja GAP, en ég hef verslað mikið af barnafötum þaðan. Uppáhalds náttföt barnanna eru þaðan en svo bjóða þeir mjög oft uppá vörur með uppáhalds karakterum krakkanna minna. Sonur minn er búin að fara í gegnum ofurhetju og starwars tímabil og stelpan elskar mikka mús og auðvitað systurnar Önnu og Elsu úr Frozen. Ég notaði þessvegna tækifærið í jólagjafakaupunum og keypti á þau krúttuð náttföt.

Elsu frozen náttföt, verð $29,95

Star wars náttföt, verð $44,95

 

Carters

Flestir foreldrar sem hafa farið til Bandaríkjanna hafa verslað í Carters. Mér finnst samfellurnar þaðan vera þær langbestu, fyrir utan það hvað þær eru fallegar og sniðið á þeim helst alveg fullkomið þrátt fyrir milljón þvotta. Ég hef líka keypt skó þaðan og þeir hafa komið mjög vel út.

Carters skór, verð $19

Carters samfellur, verð $18

 

Amazon

Flestir þekkja Amazon, bókabúðina sem varð svo verslunarrisi. Þar getur þú fengið nánast allt milli himins og jarðar. Í þetta skiptið verlsaði ég meðal annrs hinar víðfrægu LOL dúkkur, á heila 10 dollara stykkið(um 1200 kr.), ásamt stórum lego settum á 24 dollara(um 2.880 kr.) og Nerf leikföngum á 30 dollara. Ég mæli algjörlega með Amazon fyrir dótainnkaupin.

LOL dúkka, verð $9,90

Ninjago lego, verð $24

 

 

Target

Önnur búð sem bíður upp á nánast allt. Snyrtivörur, föt, leikföng, húsbúnað og fullt fleira. Það eru líka mjög oft tilboð hjá þeim svo ég mæli með því að fylgjast með.

Pfaltzgraff matarstell, verð $19-$24

Super Mario bolur, $17

Walmart

Og þriðja „allskonar“ búðin. Mjög ódýrt, og gæðin því miður oft eftir því. En jólanáttföt fjölskyldunnar voru versluð þar í ár.

Fjölskyldunáttföt, verð frá $18

Fjölskuldunáttföt, verð frá $12

 

Victorias Secret

Smá fyrir mömmuna líka! Ég versla öll mín nærföt þarna og hef gert í mörg ár, langbestu og þægilegustu brjóstahaldararnir, falleg náttföt og bestu nærbrækur sem finnast! Það eru nánast alltaf tilboð í gangi eða einhverjir kaupaukar, Honey hjálpar mikið þar!

Tilboð á Victorias Secret

Snyrtivörur

Ég hef oft nýtt mér Target í snyrtivörukaup, en auðvitað er Sephora toppurinn. Þar færð þú öll helstu merkin á frábærum verðum.

Augnskuggapalletta frá Anastasia Beverly Hills, verð $45

Glamglow sett, verð $79

 

 

Þetta eru bara örfá dæmi af bandarísku netverslunum, en möguleikarnir þar eru nánst endalausir. En eins og glöggir lesendur tóku eftir er þetta hluti 1, næst tek ég fyrir netverslanir í Evrópu og ætla svo að enda hér heima á Íslandi.

You may also like...

1 Response

  1. November 12, 2018

    […] Ég ætla að halda áfram með umfjöllun um netverslanir, en í seinustu viku sagði ég ykkur frá því hvernig ég versla frá Bandaríkjunum. Getið lesið það hér. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *