Netverslanir – 2. hluti

Ég ætla að halda áfram með umfjöllun um netverslanir, en í seinustu viku sagði ég ykkur frá því hvernig ég versla frá Bandaríkjunum. Getið lesið það hér.

Þessa vikuna ætla ég að fjalla um netverslanir í Evrópu. Ég nýti Evrópuverslanirnar aðallega til að versla barnaföt, ég hef brennt mig svolítið þegar ég panta föt á sjálfa mig og finnst langþægilegast að versla þau hér heima og máta. Í vor keypti ég til dæmis mjög fallegan kjól af Asos sem ég ætlaði að nota á árshátíð og í brúðkaup. Kjóllinn kom, rándýr, en hann leit allt öðruvísi út á mér en á fyrirsætunni. Fyrir það fyrsta náði hann ekki niður fyrir rass og svo í ofanálag var hræðileg svitalykt af honum. Ég að sjálfsögðu sendi hann út aftur og fékk endurgreitt, en það var alveg smá kostnaður við það svo ég sá virkilega eftir þeim kaupum. Samt sem áður elska ég Asos og versla mikið hjá þeim, hef fengið mjög flott föt þaðan sem passa fullkomlega en er smá skeptísk eftir reynsluna í vor.

Ég hef ekki prófað milliliðaþjónustu frá Evrópulöndum, þarf að leiðandi nýti ég nánast bara netverslanir sem senda til Íslands. En það eru að sjálfsöðu til millaliðaþjónustur í Evrópu sem mér skilst að séu mjög fínar. Þær sem ég hef heyrt um eru Forward2me og Parcel2go. Báðir þessir aðilar eru staðsettir í Bretlandi og ættu að geta tekið á móti pökkum frá netverslunum sem ekki senda til Íslands og áframsenda hingað.

Ég tek það fram að í flestum tilvikum fella danskar verslanir niður virðisaukaskatt þegar sent er til Íslands, eða annarra landa utan Evrópusambandsins. Þau verð sem ég gef upp eru þau verð sem eru á síðunni án þess að ég taki fram að ég sé að senda til Íslands, þar af leiðandi eru flest verðin lægri en ég gef upp hér þegar sendingarland hefur verið valið. Bæti því einnig við að þær vörur sem ég vel til að sýna ykkur eru mögulega til á lægra verði hér á landi, en ég var ekkert endilega að leita að besta dílnum heldur meira að reyna að sýna fram á það úrval sem er í boði.

En að uptalningunni á mínum uppáhalds verslunum.

ASOS

Asos er ein stærsta netverslun í heimi. Hún selur fatnað, fylgihluti, skó, gjafavöru og snyrtivöru fyrir konur og karla. Þar getur þú fengið alls konar merki, allt frá Marc Jacobs til Nike. Ég hef svolítið nýtt mér þeirra eigin merki en það er yfirleitt á mjög góðu verði. Ef þið hafið fylgst með mér á Amare snappinu þá sáuð þið væntanlega sendinguna sem ég fékk fyrir stuttu. Í henni var m.a jóladagatal Asos

Snyrtivörudagatal Asos kostar 55 pund, eða 8.800 kr. á gengi dagsins í dag

 

og þessar æðislegu kósýbuxur

Buxurnar kosta 10 pund, eða tæpar 1600 kr.

 

Á óskalistanum núna er þessi kjóll sem lítur út fyrir að vera ótrúlega mjúkur

Kjóllinn kostar 45 pund, eða 7000 kr.

 

 

PompDeLux

 

Ég uppgötvaði þessa verslun þegar ég bjó í Danmörku. Þetta er ein af mínum uppáhalds barnafaraverslunum og eiga börnin mín mjög mikið af fötum þaðan. Ég hef bæði nýtt mér að láta senda hingað heim og sent heim til frændfólks í Danmörku. Það munar mjög litlu á verði, þar að auki er virðisaukaskatturinn felldur niður þegar sent er til Íslands svo verðið í körfunni lækkar um tæp 20% með því að velja Ísland sem afhendingarland. Að sjálfsögðu þarf svo að greiða 24% virðisauka hér heima, en það er alltaf kostur að borga ekki tvisvar virðisauka af sömu vörunni. Ég get alveg 100% mælt með útifötunum hjá þeim, en strákurinn minn er í snjógalla þaðan þennan veturinn, mjög hlýr og pjakkurinn alsæll og aldrei blautur. Ég hef líka verslað softshell fatnað, ullarfatnað og úlpur og get fyllilega mælt með fötunum, frábær gæði og mjög góð verð. Stærðirnar eru frá 62cm upp í 170cm. Ernir hefur alltaf verið mjög fastur á því hvernig buxum hann er í, þröngar eða stífar buxur þolir hann mjög illa en mér hefur tekist að finna mjög fallegar joggingbuxur þarna sem hafa verið fullkomnar sparibuxur.

Þessi kjóll finnst mér æðislegur

229 DKK, eða um 4000 kr.

 

Þetta er snjógallinn sem ég keypti á strákinn

Snjógallinn kostar 699 DKK, eða um 13.000 kr

 

Falleg skyrta með slaufu, 199 DKK, eða 3700 kr

 

Fínar bómullarbuxur með teygju í mittið, 229 DKK, 4000 kr.

Kids-world

Önnur dönsk verslun. Þarna færð þú öll helstu barnafatamerkin, þá sérstaklega þau sem framleidd eru á norðurlöndunum. Wheat, MarMar, Cam cam, Molo, Fendi, Dolce & Gabbana eru bara örfá af þeim merkjum sem boðið er upp á.  Eins og Pompdelux þá passa kidsworld upp á að draga virðisauka frá þegar sent er hingað heim. Verslunin hefur líka hingað til verið með flatt sendingargjald, sem þýðir einfaldlega að þú borgar ekki hærra sendingargjald fyrir fleiri vörur. Mér finnst það mikill kostur, sendingargjaldið var seinast þegar ég verslaði þarna 75 danskar krónur, sem gera um 1400 krónur.

Wheat pils, 279 DKK eða 5100 kr.

 

Molo kjóll, 399 DKK eða 7400

 

 

Star Wars dótakassi, 269 DKK eða 5000 kr.

 

 

Babyshop

Babyshop er sænsk barnavöruverslun, þar er boðið upp á hágæða barnavörur í alls konar verðflokkum og merkjum. Ég á mjög oft erfitt með að skoða hjá þeim þar sem úrvalið er svo svakalega mikið, mér finnst maður þurfa að vita nákvæmlega hvað vantar ef ég ætla ekki að eyða mörgum klukkutímum í að skoða. Ég hef keypt kuldagalla, úlpur, stígvél og margt fleira þaðan. Sendingartíminn er yfirleitt stuttur og sendingargjaldið ekki hátt.

Bleik Hunter stígvél, 79 EUR eða rúmlega 11.000 kr

Cybex Sirona plus barnabílstóll, 608 EUR eða 84.000

House of kids

Þetta er verslun sem ég hef aldrei pantað frá en hef í ófá skipti verið komin með fulla körfu af vörum. Þessi verslun er dönsk og sendir heim til Íslands. Mér finnst mjög skemmtilegt að nota hana og auðvelt að gleyma mér í „verslunarleiðangri“. Sendingargjaldið virðist vera í hærri kantinum hjá þeim, en fyrir eitt pils og hárband var það 26 evrur sem gera rúmlega 3000 kr. En ótrúlega margt fallegt til þarna, mæli með að kíkja.

 

Hrikalega sætt baðhandklæði, 28 EUR eða 4000 kr.

Jólasokkur, 35 EUR eða 4800 kr.

Læt þetta nægja af Evrópu en eins og þið kanski sjáið er nóg úrval af skemmtilegum verslunum með fallegar vörur. Næst ætla ég að fjalla um þær íslensku netverslanir sem ég dýrka og dái, er strax farin að svitna þar sem ég veit varla hvar ég á að byrja.

Þangað til næst… happy shopping 😊

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *