Netverslanir – 3. hluti

Þá er komið að lokafærslunni í þessari netvserslunar-seríu, í tæka tíð fyrir Black Friday/cyber monday brjálæðið sem er í gangi þessa helgina. Í þessari færslu ætla ég að taka fyrir verslanir hér á Íslandi. Það er aragrúi af netverslunum hér á landi, sem mér finnst alveg frábært. Mér finnst mjög þægilegt að skoða á netinu áður en ég fer í verslunina, þá hef ég nokkurnveginn hugmynd um hvað ég er að fara að gera eða er jafnvel búin að kaupa hlutinn og sæki í verslunina. Ég nota þó stundum heimsendingarþjónustu en ef maður spáir í það er það oft óþarfa bras þó maður tali ekki um umhverfisáhrifin.

Ég hef prófað allmargar verslanir hér á landi, en ég ætla að miða þessa færslu við  þær verslanir sem ég hef nýtt mér á þessu ári. Annars yrði þessi færsla of löng til að birta 😊

 

Snúran

Ég held að þetta sé mögulega fallegasta verslun landsins, netverslunin er frábær en verslunin sjálf verðskuldar svo sannarlega heimsókn! Ég á nokkrar gersemar þaðan, en mínar allra uppáhalds eigur eru hið óendanlega fallega New Wave veggljós og Posea bekkurinn. Það falla allir fyrir ljósinu þegar þeir koma í heimsókn, enda er það eiginlega bara eins og listaverk á veggnum hjá mér. Bekkurinn var sennilega óvæntustu og óskipulögðustu kaup sem ég hef gert, ég labbaði þangað inn og var svona að spá í skila vasa sem ég hafði fengið að gjöf. Mjög fallegur vasi, en ég var ekki alveg seld og langaði að sjá hvað væri í boði. Bekkurinn var það fyrsta sem ég sá þegar ég labbaði inn og ég sá bara ekkert annað, það kom bara ekki annað til greina en að taka hann með mér heim. Sjón er sögu ríkari!

+

ByOn Holy kertastjaki 4.890 kr., New Wave veggljós 54.900 kr. , New Wave loftljós 39.900 kr., Nostr veggspjal 4.900 kr., Posea bekkur í mint 57.420 , eldhúsrúllustandur 7.990 kr.

Dimm

Dimm er nýlega búin að opna mjög fallega og skemmtilega verslun í Ármúla, ég er nú þegar orðin fastagestur bæði í verslunina og netverslunina. Ég poppaði upp á eldhúsið með mjög fallegum vegghillum þaðan, svo fékk rúmið mitt algjöra yfirhalningu þegar ég keypti nýlega ótrúlega mjúk og fallleg rúmföt og svo rúmteppi. Ég var lengi búin að leita af rétta rúmteppinu, eitthvað sem væri létt og þægilegt og tæki ekki of mikið pláss. Ég er ekki týpan sem nennir að búa um á hverjum einasta degi og þá nenni ég ekki að hafa rúmteppi sem tekur hálft herbergið að þvælast fyrir mér. Þetta rúmteppi tikkar í öll þau box og fegrar herbergið til muna, ég er allavega töluvert duglegri að búa um núna. Það leyndust líka nokkrar jólagjafir með seinast þegar ég verslaði, enda frábært úrval af gjafavöru. Óskalistinn minn úr Dimm er ansi langur, en ég þrái að eignast fallega Nordstjerne jólatréstoppinn, en sá sem við notuðum í fyrra er ónýtur. Þetta er hluti af óskalistanum úr versluninni.

Petit

Petit er mín uppáhalds barnavöruverslun. Þar get ég alltaf treyst því að finna eitthvað fallegt, sama hvað það er. Ég hef verslað ófáa hluti á litlu dívuna mína þar, enda nóg til af fínerí. Herbergið hennar hefur líka verið að miklu leiti innréttað þaðan, en suma hluti hef ég bara ÞURFT að kaupa. Eins og t.d. himnasængina(sem er reyndar ekki komin upp, en það kemur að því), indíánatjald, veggspjöld, kjólar, kjólar, kjólar, húfur og ég veit ekki hvað. Þetta er efst á óskalistanum úr Petit.

Blár kjóll 8.990 kr., bleikir glimmer skór 6.990 kr., dúkkuhús/bókahilla 23.990 kr., ísbjarnateppi sem getur veirð búningur 13.990 kr.

Fotia

Ég nota Glamglow vörurnar mikið og þær fæ ég sko þar. Frábær þjónusta og mikið úrval! Mínar uppáhalds vörur úr Fotia eru:

Glamglow poutmud fizzy lip 3.490 kr, Glamglow starpotion 6.990 kr., Glamglow youthmud 11.490 kr.

Skor.is

Ég nenni ekkert rosalega oft að fara með börnin mín í verslunarleiðangur, það tekur svona 100x lengri tíma að draga þau með mér í búðir og leita af skóm en ef ég færi bara ein. Ég kaupi langflesta skóna þeirra þaðan, þau eiga alltaf 1 par af nike skóm til að hendast um og hlaupa og ég finn þá alltaf þarna. Svo ef ég kaupi ranga stærð þá er ekkert mál að fara og skipta, ekkert póstvesen eða neitt.

 

Heimkaup

Ég hef mikið notfært mér Heimkaup, vörurnar eru alltaf komnar til mín á réttum tíma og þjónustan er frábær. Þegar Ernir var nýfæddur keypti ég ALLAR jólagjafirnar þar, mér fannst æðislegt að þurfa ekki að stressa mig að draga nýfædda barnið mitt út eða í pössun og allt kom til mín samdægurs. Rosalega hentugt og þægilegt.

 

Ég er eflaust að gleyma einhverri, en þetta eru svona þær sem ég nota allra mest, gangi ykkur vel í net-búðarrápinu!

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *