Nokkrar hugmyndir fyrir sumarfríið, listinn okkar

Nú fara sumarfríin að nálgast og er ég farin að hugsa um hvað er hægt að gera á þessum vikum með strákunum mínum 6 ára og 3 ára.

Við erum þó búin að ákveða að ferðast innanlands part af fríinu með tjaldið og elta sólina, en afþreying fyrir börnin þarf að vera til staðar svo þetta endi ekki í ringulreið.

Til að vera undirbúin vildi ég hafa lista þar sem hugmyndarflugið er ekki alltaf stillt á ON og vafraði ég um á netinu eftir góðum hugmyndum og vill deila með ykkur líka hvað okkur finnst skemmtilegt að gera.

 

Heimafyrir-

 • Perla, á netinu er hægt að finna formúluna til að perla hvað sem er nánast
 • Mála, kaupa lítin striga í Systerne Gröne, Byko eða Rúmfó og fá alvöru upplifun sem listamaður/kona,hengja svo upp á vegg
 • Byggja virki, eina sem þarf er nokkrir stólar, sængur, teppi
 • Búningamátun, við eigum stórt safn af allskonar búningum og skellum í hlutverkaleik
 • Baka, þarf ekki að vera flókið, Betty Crocker getur hjálpað, leyfa börnunum að taka þátt er mjög skemmtilegt
 • Spila, raða Domino kubbum eru vinsælt hér, Jenga, veiðimann og fl
 • Just dance, er dansleikur, en hægt að finna á You Tube og herma eftir, skemmtileg hreyfing
 •  Föndra, búa til hálsmen eða armband úr perlum eða allskonar með tvinna, gera eldflaugar úr klósett rúllum
 • Búa til ís úr ávextum, eina sem þarf er blandari, ísmót, ávextir og vatn
 • Tölvuleikir, við keyptum Nintendo tölvu og spilum gamla góða Mario Bros af og til saman
 • Finna samstæðu, já sokka flóðið þarf að sortera, fá krakkana með í það og gera leik úr því
 • Taka upp skemmtileg videó á snapshat, hægt er að hraða/hægja á videóin eða spila þau aftur á bak, hafa tónlist með, láta hluti detta í gólfið og spila þau aftur á bak finnst okkur mjög skemmtilegt

 

 • Myndataka, flestir símar í dag eru með glæsilegar myndavélar, stilla upp við hvítan vegg eða nota sætt teppi eða lak sem bakrunn, allir eiga eitthvað til að nota í myndirnar og nota dagsbirtuna vel, til er fullt af forritum til að nota til að breyta myndunum, skal sýna ykkur dæmi

 

 

Útivera-

 • Róló, prófa rólóvelli sem þið hafið ekki áður farið á, vekur mikla lukku hér
 • Hjóla
 • Gefa öndunum brauð
 • París, kríta á jörðina
 • Lautaferðir, taka með nesti og teppi
 • Búa til blómakransa
 • Gönguferðir
 • Fótbolta
 • Körfubolta 
 • Fara í strætó, við eigum bíl svo strætó er bara notaður í skemmtiferðir, svaka sport
 • Hoppa í pollum, þegar það er rigning er samt gaman að vera úti
 • Fara út með regnhlífar

 • Veiða síli
 • Flugdreka í smá vindi
 • Búa til sandkastala, og allir vera með
 • Halda tombólu
 • Fjöruferðir
 • Úti-myndataka, dæmi

 

Staðir til að heimsækja-

 • Slakki
 • Fjölskyldu og húsdýragarðurinn
 • Nauthólsvík
 • Sund
 • Viðey
 • Keila í Egilshöllinni
 • Náttúruminjasafnið
 • Bókasafn
 • Hvalasafnið
 • Þjóðminjasafnið
 • Latarbæjarsafnið, staðsett í Borgarnesi
 • Bjössaróló, Borganesi
 • Hvalaskoðun
 • Gullfoss og Geysir
 • Vestmannaeyjar, jafnvel gísta þar
 • Smáratívolí
 • Árbæjarsafnið
 • Grasagarðurinn
 • Boltaland Ikea, þegar foreldrar þurfa smá frí í 1 og hálfan tíma
 • Barnaland í smáratívolí, getur fengið 2 klukkutíma í frí þar
 • Hljómskálagarður
 • Skypark Trampolíngarður
 • Gefa kanínum gulrætur í Elliðardal
 • Bakarí og kaffíshús
 • Fara í heimsókn til ættingja og vini

 

Sýningar að sjá-

 • Brúðubílinn
 • Leikhópurinn Lotta
 • Bíó 
 • Sirkus Íslands
 • Leikhús
 • Tónleika, nóg af þeim á 17 júní
 • Fara á fótboltaleik, leyfa eldri syninum að upplifa stemninguna

Það er endalaust hægt að bæta við þennan lista, en þetta er okkar.

 

Þangað til næst <3

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *