Nýjar svefnvenjur

Fyrir stuttu síðan ákváðum við að tími væri komin til að færa Máney í eiginn herbergi og taka aðra hliðina af rimlarúminu hennar.

Ég hef ekkert verið að flýta mér við að setja hana í sitt eigið herbergi þar sem ég vildi ekki setja hana þangað í rimlarúminu og var ekki alveg tilbúin að taka hana úr því stax.

Við settum Máney í pössun og tókum aukaherbergið í gegn, ég raðaði dótinu hennar eins flott og ég gat og við gerum rúmið hennar tilbúið.

Þegar hún kom heim var hún ekkert smá sátt með nýja herbergið sitt og náðum við henni ekki út úr herberginu nætu klukku tímana.

Við erum en að vinna í að gera herbergið hennar eins og okkur langar að hafa það, en sú stutta gæti ekki verið sáttari.

Fyrsta nóttin í nýja herberginu.

Ég hélt án gríns á tímabili að hún myndi aldrei sofna.

Ég byrjaði á að gera allt eins og við gerðum alltaf ég lét hana bara fá pelann sinn kyssti hana góða nótt og fór svo fram, eftir smá tíma heyrði ég í hein inn í herbergi og fór og kíkti á hana en þá sat hún í rúminu að leika sér með bangsana sína.

Ég lagðist hjá henni og endaði á að liggja/sitja (það var endalaust verið að skipta um stellingu, eina stundina var ég fyrir aðra stundina átti ég að halda utan um hana) hjá henni í 2-3 tíma, þar til hún loksins sofnaði.

Fyrstu 2 næturnar voru mjög svipaðar, hún ætlaði aldrei að sofna og vaknaði einu sinni á nóttinni og þá sat ég yfir henni þar til hún sofnaði aftur eftir 30-40 mín.

Eftir þær nætur hefur allt gengið mikið betur, við liggjum hjá henni á kvöldin þar til hún sofnar og svo sefur hún eins og steinn alla nóttina.

Það tók smá tíma að venjast því að hafa hana ekki í herberginu með okkur, en ég er ekki frá því að allir sofi betur.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *