Jóhanna María,  Meðganga

Óskalisti fyrir fæðingu

Það færist í aukana að verðandi foreldrar skrifi óskalista sem þeir afhenda þeirri ljósmóður sem er með þeim í fæðingunni. Það getur verið sniðugt fyrir par að setjast niður og gera slíkan lista í sameiningu yfir þá hluti sem það vill og af hverju. Einnig sýnir listinn þeim sem kemur til með að sjá um fæðinguna, hvað parið vill og hvað það er sem skiptir parið raunverulegu máli og því er frekar hægt að verða við óskum þeirra. Einnig ef það eru vaktaskipti á meðan fæðingu stendur þá eru allir með á nótunum varðandi óskir foreldra.

Að sjálfsögðu er ekki alltaf hægt að fara eftir lista í einu og öllu enda aðeins um „óskalista“ um að ræða, það getur ýmislegt ófyrirsjáanlegt átt sér stað í fæðingu. En mér finnst samt sem áður mikilvægt að taka fram að þegar kemur að fæðingu er rétturinn ávalt konunnar og hennar óskir ber að virða.

Á listanum geta til dæmis verið hlutir eins og hverskonar verkjastillandi aðferðir konan vill nýta sér, hvaða aðilar verða viðstaddir fæðinguna, hverjir eru velkomnir í heimsókn eftir fæðinguna, hlutir varðandi brjóstagjöf o.s.frv.

Hér kemur óskalistinn minn fyrir áhugasama:

 

 • Óskir í fæðingunni sjálfri:
 • Ósk um ákveðin ljósmóðir tæki ekki á móti mér/okkur, við náðum ekki saman í mæðravernd og vil ég hafa ljósmóður sem mér líður vel í kringum (Tek ekki fram nafnið hér en það er tekið fram á listanum sjálfum).
 • Leyfi hefur verið gefið til Sagafim til þess að taka upp fæðinguna.
 • Það má endilega minna okkur á að taka myndir fyrir okkur sjálf.
 • Sýnið nærgætni (erfið lífsreynsla móður).
 • Innri skoðun haldið í lágmarki (mér fannst það mjög óþægilegt síðast hvað það var stöðugt verið að skoða stöðuna þarna niðri).
 • Bað, gas!, jógaboltinn, tónlist og öndun, lavender, nálastungur, nudd.
 • Vatn – ég vil vera minnt á að drekka nóg af vatni og mér boðinn matur/nasl.
 • Ekki bjóða mér mænurótardeyfingu að fyrrabragði (ég vil helst sleppa því).

 

 • Þegar barnið er fætt:
 • Pabbinn klippir á naflastrenginn.
 • Ég vil fá tíma með barninu á bringunni – húð við húð. – ekkert stress!
 • Barnið fer húð við húð til pabba síns á meðan ég er saumuð (ef þarf) ég vil fá NÓG af gasi á meðan ég er saumuð sjúddírarireiii.. (Því mér er almennt séð mjög illa við nálar og það virkaði vel síðast að nota gasið á meðan ég var saumuð).
 • Mynd af ljósmóður sem tekur á móti með barninu (það gleymdist síðast).

 

 • Brjóstagjöf:
 • Ég vil gera það sjálf, tek við ábendingum en EKKI gera hlutina fyrir mig.
 • Ég vil helst sleppa því að barnið fái ábót strax (það skemmdi fyrir síðast).

 

 • Tilkynningar:
 • Við ætlum EKKI að tilkynna fæðingu barnsins fyrr en við höfum hvílt okkur (við gerðum þau mistök síðast og síminn stoppaði ekki).
 • Fyrsti gestur er dóttir okkar Sólveig Birna, Jóhanna vill taka á móti henni persónulega frami á gangi þegar hún kemur og sýna henni litlu systur <3 – Hún mun koma í fylgd foreldra Ingólfs.
 • Foreldrar okkar eru velkomnir á fæðingardeildina en aðrir gestir eru beðnir um að bíða og sýna skilning.

– Þar til næst!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *