Ótrúlega auðvelt og gott pizzadeig

Eins og margir hafa sennilega tekið eftir þá erum við alltaf með pizzu einu sinni í viku (oftast föstudögum nema eitthvað komi upp á) og grunnurinn af góðri pizzu er gott pizza deig. Ég hef prófað þó nokkrar mismunandi uppskriftir og er þessi algjörlega í uppáhald.

Ég vil ekki hafa pizzurnar mínar með of þykkum botn og fannst að alltaf þegar ég gerið botninn sjálf varð hann allt of þykkur. Eftir að ég fór að nota þessa uppskrift hef ég ekki lent í því og erum við alltaf sátt með útkomuna.

Það sem þarf:

5 dl. hveiti

1 msk. olía

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

2 dl. vatn

3 tsk. þurrger (eða einn poka)

  • ég byrja á að setja vatnið, þurrgerið og sykurinn saman í skál
  • Þegar gerið fer að freyða bæti ég hveitinu, olíunni og saltinu við og hnoða deigið saman.
  • Ég set skálina á ofn, rakt viskastykki yfir og leifi deiginu að hefast.

ég er ekki með einhvern ákveðinn tíma sem ég miða við heldur nota bara þann tíma sem ég hef.

  • Þá er bara að fletja deigið út og setja á það álegg af eignin vali

Auðveldara gæti þetta ekki verið

You may also like...

1 Response

  1. February 10, 2019

    […] pizzadeig […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *