Ótrúlega einfalt og gott Carbonara

Þetta er mjög auðveld uppskrift sem mér var kennt þegar við vorum ný farin að búa og ég kunni lítið sem ekkert í eldhúsinu.

Það sem þarf:

Tagliatelle pasta eða spaghettí

4 stk. egg

rjómi (500ml)

beikon

parmesanostur

pipar

steinselja

  1. Ég byrja á því að setja pastað í pott og elda eftir leiðbeiningum á pakkanum.
  2.  Síðan fer ég að steikja beikonið.
  3. Þegar beikonið er tilbúið hræri ég rjómanum og eggjunum saman í skál, sker svo beikonið í bita og blanda því saman við rjóma/eggjablönduna ásamt parmesanosti, pipar og steinseljunni eftir smekk.
  4. Þegar pastað er tilbúið sigta ég vatnið úr pottinum, bæti blöndunni við pastað og hræri þar til sósan verður eins og ég vill hafa hana (þykknað aðeins).

Þessi uppskrift er aðeins öðruvísi núna en þegar ég fékk hana fyrst það sem ég hef breytt henni til að henta mínum bragðlaukum betur en þetta er uppskrift sem er mjög auðvelt að bæta og breyta eftir smekk.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *