Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

Outfit vikunnar

Ég elska flíkur sem er bæði hægt að nota hversdagslega eða klæða upp og nota þegar maður er að fara eitthvað fínna. Það sem getur gert svo mikið fyrir svona flíkur er að nota aukahlutina til að klæða hana annaðhvort upp eða niður. Mér finnst réttar hárgreiðslur skipta ótrúlega miklu máli þegar maður er að klæða flíkur annað hvort upp eða niður. Þær geta gert svo ótrúlega mikið fyrir heildar útlitið. Ég er samt engin hárgreiðslumeistari og langar mig helst að hafa hárgreiðslurnar sem ég set í mig eins auðveldar og mögulegt er.

Hérna eru nokkrar greiðslur sem eru ótrúlega auðveldar og allir (með nógu sítt hár) ættu að geta gert.

 

Fléttur eru alltaf mjög klassískar. Ég nýti mér þær oft í að klæða niður flíkur. Þær passa við allt og eru mjög hversdagslegar.

Hátt tagl er mín svona ,,go to” hárgreiðsla. Það sem ég elska mest við þessa hárgreiðslu er að það er bæði hægt að vera með hana hversdagslega og við fínni aðstæður. Ég nota hana oft til að klæða flíkur aðeins niður og gera þær meira hversdags.

Lágt tagl með skiptingu er eitthvað sem mér finnst alltaf gera outfit mun fínna. Ég bara elska hvernig þessi greiðsla kemur út og hversu ótrúlega auðvelt það er að gera hana. Ég nota hana mjög mikið ef ég vil vera aðeins fínni en vanalega eða ef ég er að fara eitthvað sérstakt.

Lár snúður er eitthvað sem ég nota líka mikið til að klæða upp föt. Mér finnst hann koma lang best út með skiptingunni að framan og svo túbera ég aðeins rótina við hnakkann til að gefa smá lyftingu að aftan.

Myndir: Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *