Outfit hugmyndir

Núna er ekki mikið eftir af meðgöngunni hjá mér svo mig langaði aðeins að seigja ykkur frá flíkunum sem ég er búin að nota lang mest á þessari meðgöngu.

 

Kósí peysur

Ég elska kósí peysurnar mínar og stór kostur við þær eru að ég náði að nota þær alla meðgönguna án þess að hafa áhyggjur af því að teigja þær. Ein af mínu uppáhalds peysunum mínum er úr H&M.

 

Meðgöngu gallabuxur

Ég keypti mér þessar í Lindex og ég elska þær. Þær eru ekki úr galla efni svo þær eru rosalega þægilegar. mér líður alltaf eins og ég sé í legins þegar ég er í þeim.

 

Meðgönguleggsins

Þessar keypti ég þegar ég gekk með Máney og elskaði þær bæði þá og núna. Þetta eru sennilega mest notaða flíkin báðar mínar meðgangur. Þær eru líka úr Lindex.

 

Bola-kjóll

Ég minntist á þessa bolakjóla í fyrst outfit vikunnar og hvað ég er búin að nota þá rosalega mikið. Þeyr eru svo þægilegir teygjast vel yfir bumbuna en halda samt sínu lagi. Ég á 4 svona kjóla núna, reyndar ekki allir alveg eins, og enda ég alltaf á að grípa einn af þeim ef ég veit ekkert í hverju ég á að vera. Þessi sem ég er í er frá Esprit ég fann ekki kjólinn sem ég er í en fann svipaðan inn á asos.

 

Gjafatoppar

Ég keypti þessa einnig þegar ég var ófrísk af Máney og er búin að nota þá síðan og er ég nánast bara búin að vera í þeim síðan ég varð aftur ófrísk. Þeyr eru bara svo margfalt þægilegri en einhver brjóstahaldari. Ég fékk þá líka í Lindex.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *