Outfit hugmyndir

Ég er alltaf mjög fljót að grípa kósí peysurnar mínar um leið og fer að kólna. Ég elska kósí peysur eins og svo margir aðrir. Ég væri til í að vera í þeim allan daginn alla daga en oft hef ég ekki farið í þær af því mig langar að vera aðeins fínni til fara. Mér fannst oft eins og ef ég væri í kósí peysum væri ég bara frekar “tuskuleg” til fara en svo fór ég að prufa mig áfram með að klæða kósí peysurnar aðeins upp og nota þær líka þegar mig langaði að vera fínni til fara með því að nota þessi einföldu ráð:

 

Girða

Það er ótrúlegt hvað það getur gert mikið fyrir heildar útlitið að griða peysuna í buxurnar.

 

Buxur

Það getur munað ótrúlega miklu hvaða buxur eru paraðar við peysurnar. Sjálfri finnst mér gallabuxur eða leðurbuxur lang flottastar.

 

Kragi

Ég elska smáatriði og geta gert mjög mikið fyrir heildar útlitið. Mér hefur lengi fundist það koma vel út og klæða upp peysur að láta skyrtu kragann koma upp úr

 

Skyrta

Eins og með kragann finnst mér það gera mjög mikið fyrir heildar útlið. Bæði finnst mér það klæða kósí peysurnar mjög mikið upp og ég satt best að seigja mjög hrifin af því hvernig það kemur út.

 

Pils

Ég er nýlega búin að uppgötva hvað það kemur smart út að vera í kósí peysu og pilsi. Það kemur mjög vel út með alls konar tegundum af pilsum ég valdi bara þetta þar sem það er það eina sem ég passa í eins og er en ég á fleiri pils sem ég held að myndu líka koma rosalega vel út. Ég mæli auðvitað með að vera í sokkabuxum eða leggings líka þar sem ef maður fer í kósí peysu er sennileg frekar kalt.

 

Myndir: Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *