Outfit hugmyndir

Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fötum og ég hef verið að fylgjast mikið með stíl og fötum hjá fólki í gegnum tíðina. Ég hef lært allskonar ráð til þess að líta út fyrir að vera með allt á hreinu án þess endilega að vera það.

Í þessum lið mun ég deila með ykkur vikulega allskonar ráðum sem ég hef lært og reynst mér vel.

Ég mun deila með ykkur allskonar hugmyndum af oautfitum, ráðum um hvernig er hægt að láta þægilegu fötin líta út fyrir að vera aðeins fínni, hvernig er hægt að nota sömuflíkina á marga vegu og margt fleira.


Ég hef mikið verið að nota svona bola-kjól á meðgöngunni þar sem að hann er svo ótrúlega þægilegur og fer vel yfir bumbuna, ég hef bæði notað hann hversdagslega og svo klæði ég hann upp ef ég er að fara eitthvað fínna.

Hérna eru sex mismunandi aðferðir sem ég hef farið til að klæða hann.

Ég nota bara það sem ég á til í fataskápnum, sumt af þessu hef ég fengið gefins í gegnum árin og annað er jafnvel hætt í sölu. Ég mun reyna að finna allar vörurnar og setja inn linka af þeim eða svipuðum vörum.

Bola-kjóll: Esprit ég fann ekki kjólinn sem ég er í en fann svipaðan inn á asos

 

Mynd 1: Golla:b.young – Svartarlegins/sokkabuxur – Skór: Six Mix

Mynd 2: Peysa: 66°norðurSvartarlegins/sokkabuxur – Skór: Intersport

Mynd 3: Hattur: Lindex – Choker: Gjöf – Gallaskyrta: Asos – Svartarlegins/sokkabuxur – Skór: River

Mynd 4: Leðurjakki: Gjöf – Veski: Gjöf –  Svartarlegins/sokkabuxur – Skór: Gjöf

Mynd 5: Jakki: Asos – Veski: Gjöf – Skór: Nína

Mynd 6: Jakki: H&M – Veski: H&M – Sokkabuxur: Hagkaup – Skór: Debenhams

Myndir: Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *