• Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Sunnudagsbrauðið

  Ég elska að baka og fá mér eitthvað nýbakað, ferskt úr ofninum um helgar. Um helgina datt ég í rosalegt “brauð-stuð” og langaði rosalega í svona alvöru nýbakað brauð með stökkri skorpu, en hafði aftur á móti ekkert rosalega langan tíma til að láta það hefast og bíða. Ég fékk ábendingu um mjög fljótlegt brauð sem heppnaðist fullkomlega. Ég breytti uppskriftinni örlítið frá upprunalegu og deili henni hérna með ykkur. En brauðið er bakað í steypujárnspotti. 2 pakkar þurrger1 matskeið sykur1 og 1/2 bolli volgt vatn3 bollar hveiti1 tsk salt Settu ger, sykur og vatn í hrærivélaskál og láttu standa í ca. 5 mínútur. Forhitaðu ofninn í 220°C og settu…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Teinar á fullorðinsaldri

  Er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi gera þegar ég væri orðin 35 ára gömul. Ég fékk spurningu frá tannlækni mínum í Svíþjóð eftir að hann var búinn að mæla yfirbitið á framtönnunum mínum sem hljómaði svo: Langar þið í teina? Ég var 12 ára og komin inn á geljuna og ég hélt nú ekki, það hefði verið frábært ef foreldrar mínir hefðu sest niður með mér og rætt við mig um kosti þess, að auki var þetta þeim að kostnaðarlausu þar til ég næði 18 ára aldri. EN árin liðu og þegar ég var orðin tvítug þá sá ég eftir ákvörðuninni að hafa ekki drifið þetta…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Get eða Get ekki!!!

  Ég hef reynt að vera hreinskilin þegar ég skrifa um andlega heilsu mína. Lengi vel hef ég verið í mikilli lægð og ekki náð að hífa mig upp. Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. Sem betur fer er ég mjög samviskusöm þannig að ég geri þá hluti sem ég verð að gera eins og að koma barninu mínu í skólann, ég fer á samkomur 2 sinnum í viku og 1x í viku fer ég til 1 vinkonu minnar og aðstoða hana aðeins. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Vörur fyrir hárið

  Hárið á það til að skipta mörgum miklu máli, viljum að það líti út fyrir að vera heilbrigt og fallegt, ég er engin undantekning þar. Fyrra sumar átti ég skrautlegt tímabil með hárið, ég vildi hafa það dökkt efst og alveg ljóst niður og hófst handa með hjálp hárgreiðslufólks og inn á milli þá var ég að fikta mig áfram með að aflita, það var ekki góð hugmynd að gera þetta sjálf og svo var ferlið of langt og leiðinlegt fyrir minn smekk, verandi með dökkbrúnt hár fyrir. Þetta endaði þó vel og litirnir fallegir þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim stað sem ég vildi upprunalega, EN hárið var…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Hvítlauksbrauð/Hvítlaukspizza

  Okkur finnst mjög gott að hafa hvítlaukspizzu með þegar við pöntum okkur pizzu. Ég hef reynt nokkru sinnum að gera svona pizzur hérna heima en aldrei verið alveg sátt með útkomuna fyrr en ég gerði þessa uppskrift. Hún er ótrúlega einföld og við vorum mjög sátt með útkomuna. Það sem þarf: pizzadeig 50 gr. smjör 4 hvítlauksrif (pressuð) hvítlaukssalt oreganó 1 poki rifin ostur Ég byrja á að taka pizzadeigið og fletja það út. Síðan bræði ég smjörið og blanda hvítlauknum við.  Dreifi smjörinu yfir pizzuna og strái oreganó, hvítlaukssaltinu og síðast ostinum yfir. Baka þar til botninn er orðin stökkur og osturinn bráðinn og flottur.

 • Bryndís Steinunn,  Uppskriftir

  Unaðslegt Enchiladas

  Þessi vika hefur verið með aðeins öðruvísi sniði en venjulega en við stelpurnar ákváðum að hafa uppskriftaviku…. Ég veit ekki með ykkur en ég elska allt sem viðkemur mat. Að hugsa um mat, að elda mat, að kaupa mat, að borða mat, að dreyma um mat…. Já matur er fíknin mín. Mér finnst að vísu ekki jafn gaman að ganga frá eftir eldamenskuna og átið og enn leiðinlegra fynnst mér að þurfa að borga fyrir matinn. Fyrir mér eru matreiðslubækur, allar þessar uppskriftasíður á netinu og blöð og bæklingar um matargerð eins og klám. Ég er gellan sem slefa yfir myndum af léttsteiktu nautakjöti, seiðandi ávaxtabakkanum og suðrænni sangríunni og…