• Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Karrý fiskréttur

  Ég ákvað að skrifa um minn uppáhalds fiskirétt þar sem ég er sjálf ekki mikið fyrir fisk finnst mér þessi tilvalinn fyrir manneskjur eins og mig! Uppskrift fyrir 2-3 Það sem þú þarft: 1-2 fiskiflök(fer eftir stærð)1 poki hrísgrjón 1-2 dl ab-mjólk5 msk mayoness1 tsk sítrónusafi2-3 tsk karrý 4 msk rifin ostursalt og pipar Aðferð: Þú byrjar á því sjóða hrísgrjón og kveikir á ofninum og stillir á 170° Á meðan hrísgrjónin eru að eldast þá er um að gera að búa til sósunaByrjar á því að setja ab-mjólk, mayoness, sítrónusafa, karrý og rifin ost og hrærir því vel saman. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin þá seturu þauí eldfast mót og…

 • Brúðkaup,  Fjóla,  Tíska & Útlit

  Brúðarkjólamátun

    Í hjarta mér er ég prinsessa, ég elska kjóla og allt sem glitrar og frá því að ég var krakki hafði mig dreymt um að máta brúðarkjóla eins og í bíómyndum. Þegar kom að undirbúningnum fyrir brúðkaupið var því brúðarkjólamátun eitt af því fyrsta sem sett var á lista. Ég eyddi miklum tíma í að skoða kjóla hér og þar um netið og er komin með fullar möppur af kjólamyndum á tölvuna hjá mér. Ég ákvað að fara í mátun til hennar Berglindar hjá Begga bridals.  Ég sá sko alls ekki eftir því, frá fyrstu skilaboðum sem ég sendi henni var hún ekkert nema yndisleg og hlý. Ég fékk tíma…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Siðlaust eða Viðskiptasnilld

  Mig langar að fjalla um hlut sem ég uppgötvaði bara fyrir örfáum dögum síðan. Ég og sonurinn vorum búin að koma okkur vel fyrir inní stofu, með popp og kósýheit og ætluðum að horfa á allar Hotel Transilvania myndirnar. Við byrjuðum á að setja nr. 1 í og þá kom upp vandamál. Wrong Region…… Ertu að djóka. Auðvitað keiptum við nr. 1 í USA og gamli spilarinn okkar gat spilað öll kerfi en núna var hann dáinn og nýji spilarinn er því einungis Region 2 spilari. Ég stökk strax í símann til að spyrja besta vin minn sem veit allt, Google, um hvað hægt væri að gera. Í þetta skiptið…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Sjálfsvíg=Sjálfselsk?

  Ég eins og margir ólst upp með það hugarfar að sjálfsvíg væru sjálfselsk. Hugsunin sem ég var með til að styðja það var einföld, að manneskja skuli taka sitt eigið líf og skilja alla þá sem henni/honum þykir vænt um til að syrgja er sjálfselskt. En lífið er ekki einfalt, það er alltaf eitthvað meira bakvið tjöldin, það er þessi hlið sem ekki allir þekkja sem tekur völdin. Ég áttaði mig ekki á að þegar fólk fellur fyrir eigin hendi er það vegna veikinda. Fólk sem fremur sjálfsvíg er andlega veikt. Oft er það meira að segja búið að leita sér hjálpar en fær enga. Það er svo mikið meira í gangi heldur en þessi…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Í dag eru 15 ár síðan ég hitti uppáhalds manneskjuna mína í heiminum, 15 ár síðan ég heyrði í honum í fyrst skipti og akkúrat við það að heyra í honum í fyrsta sinn fylltist hjarta mitt af ofurást, allur líkaminn fylltist af þessari ást sem á sér enga líkan. Ást sem gerði það að verkum að ég var tilbúin að deyja fyrir hann án þess að hika. Já í dag eru 15 ár síðan ég varð mamma. En sagan byrjar aðeins fyrr eða um 9 mánuðum á undan. Ég bjó í Kópavogi í yndislegri íbúð sem ég leigði hjá dásamlegu fólki. Lífið snérist eingöngu um mig, ég djammaði mikið, drakk…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Álag, kvíði og hármissir

  Kæru vinir   Mig langar að segja ykkur frá svolitlu persónulegu en eins og ég skrifað hér áður hef ég verið að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár og reglulega viðurkenni ég fyrir sjálfri mér að ég geti þetta ekki ein lengur. Ég kalla til fjölskylduna og vinina og segi þeim að ég er alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus, hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmtilegt. Yfirleitt þegar ég…

 • Fjóla,  Heilsa

  Áhrifavaldar og hið fræga “#samstarf”

  Í gegnum tíðina hef ég fylgt þónokkrum áhrifavöldum, hvort sem það hefur verið til þess að fá þrifaráð, heimilis- eða tískuinnblástur, uppskriftir eða bara af því að mér fannst aðilinn skemmtilegur. Ég viðurkenni alveg að mögulega var ég að eyða of miklum tíma í að hlusta á einhvern annann tala og taka óbeint þátt í lífi þess aðila. En núna í desember fékk ég meira en nóg. Það var varla hægt að skoða neitt án þess að vera drekkt í flóði af „#samstarf“ eða „í samstarfi við þennann…“. Ég áttaði mig svo allt í einu á því að ég var að eyða tímanum mínum, þessum dýrmæta tíma sem ég á…