Pestó-kjúlla uppskrift

Þessi kjúllaréttur er örugglega sá réttur sem ég geri lang oftast!
Bara svo ótrúlega auðvelt og fljótlegt að búa þetta til.

Það sem þú þarft–

4-6 kjúklingabringur
1 krukka af rauðu pestói
1 lítil krukka af feta osti
nokkur ritz kex
Salt
pipar

 

Aðferð
Raðið kjúklingnum í eldfast mót
kryddið með smá salti og smá pipar (alls ekki of mikið)
Hellið pestóinu yfir kjúklingin og smyrjið yfir þar til pestóið þekur allan kjúklingin
Hellið fetaostinum svo jafnt yfir kjúllann
Takið nokkur ritz kex myljið nipur og dreifið svo yfir
svo fer þetta inn í ofn í 40 mín og voila!!

Gott að bera fram með steiktum sætkarteflu frönskum og fersku salati 🙂

án efa uppáhalds kjúklingarétturinn minn , svo einfaldur en samt svo góður!

Þar til næst!

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *