Pylsupasta

Við Símon erum búin að leita af góðri uppskrift af pylsupasta.

Við prófuðum allskonar uppskriftir sem okkur líkaði mis vel.

Ég ákvað að prófa mig áfram og endaði með þessa uppskrift sem okkur finnst hafa heppnast mjög vel.

Hvað þarf:

Pasta

Pylsur

Beikon

Rauðlaukur

Paprika

Rjómi

Mexíkóostur

Pipar

Aðfreð:

1. Ég byrja alltaf á að setja pastað í pott með vatni og salti og kveiki undir og fylgist svo bara með því meðan ég geri sósuna.

2. Síðan fer ég að skera beikonið niður og steiki það á pönnunni.

3. Þegar það er búið að steikjast í smástund bæti ég rauðlauknum, svo pylsunum og þegar það er búið að steikjast í smástund bæti ég paprikunni við.

4. Ég leyfi því að steikjast þar til ég tel það vera alveg að verða tilbúið og helli þá rjómanum út á pönnuna.

5. Ég leyfi því að malla í smá stund og bæti svo við smá mexíkóosti og pipar ef ég tel þurfa.

6. Síðan er það bara að smakka þar til bragðið er orðið gott og blanda þá pastanu og sósunni saman og bera fram.

 

Það sem mér finnst svo gott við þessa uppskrift er að ég þurfi ekki alltaf að bæta mexíkóostinum við útaf án ostsins er sósan samt svo bragðmikil.

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *