Rómantískur kvöldverður

Nú hef ég farið á nokkur date með mínum manni og okkur finnst mjög gaman að prófa nýja staði, við viljum að staðurinn sé  rómantískur og með gott andrúmsloft og auðvitað með frábæra þjónustu.

Mig langar að sýna ykkur þá staði sem við eru mjög ánægð með og erum til í að fara aftur á.

Linkar á heimasíðurnar fylgja, þar er hægt að skoða matseðla.

VOX

Þessi staður er mjög fallegur, glæsileg þjónusta og maturinn svo góður að við erum búin að fara þangað nokkrum sinnum.

Við förum þangað þegar við viljum gera vel við okkur.

Andrúmsloftið er rómantískt.

 

HEREFORD STEIKHÚS

Þessi staður fær 10 af 10 mögulegum þegar það kemur að nautasteikinni.

Erum búin að fara tvisvar á stuttum tíma og alltaf jafn ánægð með matinn sem við fáum.

Ég kýs að sitja frammi í sal, þar sjáum við kokkana gera listir sínar.

Fallegur staður og þangað förum við þegar við viljum góðar steikur.

 

BOMBAYBAZAAR

Þetta er Indverskur veitingastaður sem  ég prófaði í fyrsta skiptið um helgina eftir ábendingu frá manninum mínum að hann væri rosalega góður.

Rosalega gott andrúmsloftið og þjónustan frá eigandanum sem afgreiddi okkur var frábær.

Maturinn var æðislega góður, ég fékk mér Tikka Masala réttinn og mæli hiklaust með honum, og nan brauðið með hvítlauk.

Innréttingarnar minnti mig dáldið á  Tvö hjörtu sem er nú búið að loka, fyrir ykkur sem fannst sá staður fallegur mæli ég með þessum í staðinn.

Skemmir ekki fyrir að maturinn er á góðu verði.

 

NAUTHÓLL

þessi staður er mjög stílhreinn og flottur, við vorum mjög ánægð með matinn og þjónustan var góð.

Við fengum okkur smakkplatta og hlakka til að fara aftur og prófa fleira sem er á matseðlinum.

 

 

Svo er það staðurinn sem er búið að loka, en þar áttum við okkar fyrsta deit saman og erum við miður okkar að hann sé ekki lengur til staðar.

Ég bara verð að fá að tala um hann líka.

Þetta var einn sá fallegasti staður sem eg hef farið á, live píanó tónlist, frábær þjónusta! og maturinn alveg hreint frábær.

þessum stað er sárt saknað!

PERLAN

 

 

 

 

 

 

 

Njóta góðan mat og samveru, það kalla ég fullkomið deit.

 

 

Þangað til næst.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *