Ryksugan á fullu!!!

Ég er ekki sú allra duglegasta þegar kemur að þrifum en þegar ég fer í þau þá geri ég þau vel. Ég myndi samt ekki kalla mig sóða en draslari JÁ SÆLLLLLLLLL sá allra versti.

Ég er líka óttalegur ADHD púki enda skoraði ég 10/10 sem barn en 9/10 sem fullorðin. Þeir sem þekkja þennan púka vita að það er óttalega auðvelt að trufla mann og maður fer í eitthvað allt annað.

Ég var farin að taka eftir því að þegar ég fór í stórhreingerningar eða bara tók heilann dag í að taka til og þrífa var ég á fullu allan daginn, kófsveitt og hafði varla tíma í að setjast niður og fá mér að borða en þegar ég loksins gerði það sá ekki högg á vatni. Það var eins og ég hefði ekkert gert. Ástæðan ég var alltaf að millifæra hlutina. Ég byrjaði kanski í eldhúsinu og byrjaði vel en í miðju kafi fann ég hlut sem átti að vera inná baði svo ég fór með hlutinn þangað. Í stað þess svo að setja hlutinn á sinn stað og stökkva svo aftur í eldhúsið og klára það fór ég að taka til og þrífa inná baði og þar fann ég kanski eitthvað sem átti heima inní þvottahúsi og byrjaði að taka til þar og svo koll af kolli. Já og að sjálfsögðu gekk ég aldrei frá hlutnum heldur lagði hann frá mér inn í réttu herbergi og fór svo bara í eitthvað annað.

Ég fann ráð við þessu.

Þegar ég ákveð að gera allt spik and span þá byrja ég á einu herbergi, loka mig af þar með kassa, bala eða eitthvað sniðugt til að setja hluti í sem eiga ekki heima inní því herbergi. Ég fer svo ekki út úr herberginu fyrr en búið er að ganga frá öllu þar, þurka af, ryksuga og skúra. Kassinn með öllu dótinu fer svo fram og ég sest niður, tek mér pásu og svortera uppúr kassanum hvert hlutirnir eiga að fara. Ég vel svo annað herbergi og tek alla þá hluti sem eiga að fara þangað, loka mig af, geng frá þeim hlutum og tek svo það herbergi í nösina og svo næsta herbergi eða rými.

Það er ótrúlega gaman að setjast svo niður og sjá árangurinn þótt ég taki ekki nema 1 eða 2 eða kanski 3 herbergi því þau eru svo SPLÍNG hrein og fín en ekki allt semí fínt kaos.

Annað sem ég er farin að gera er að hafa spreybrúsa með baðherbergishreinsi í sturtunni/baðinu ásamt burstum þannig að þegar ég fer í sturtu nota ég tækifærið og þríf sturtuna líka á meðan djúpnæringin fær að vinna sína vinnu og þetta tekur kanski 5 mín, ótrúlega fljótlegt og þægilegt og tilvalið fyrir hina uppteknu húsmóður/faðir eða bara lata liðið sem gleymir alltaf að þrífa sturtuna/baðkarið (yes thats me) svo langar manni allt í einu í bað og þá þarf maður að byrja á því að þrífa það… óþolandi

Ég las lista á netinu um fólk sem alltaf er með tandurhreint heimili gerir daglega og það er að búa um og er ég að reyna að venja mig á þetta. Það er líka dásamlegt að henda sænginni út í smá stund þegar er svona gott veður eins og búið er að vera og drepa alla rykmaurana sem í henni leynast og fá þessa dásamlegu útilykt. Findið líka hvað allt virðist snyrtilegra og fínna þegar maður gerir þetta.

Hitt er að hafa vaskinn ávallt hreinann og tómann á kvöldin. Allt sett í uppþvottavélina og vaskurinn þrifinn. Ég verð að viðurkenna að ég gerði þetta ekki í gær, nennti því ekki en ég verð að taka mig á.

En annars er ég alltaf að leyta af nýjum leiðum til að halda fínu þótt það gangi brusulega fyrir sig og ekki nógu vel en ég er viss um að daginn sem ég fer yfir móðuna miklu þá verð ég búin að mastera það að heimilið mitt sé tanndurhreint og allt á sínum stað.

Munið líka að það er nauðsynlegt að taka sér pásur inná milli svo maður ofgeri sér ekki.

En þar til næst, njótið sumarsins og sólarinnar

Kveðja frá konunni í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *