Ferðalög,  Jóhanna María

Sigling um Breiðarfjörð

Síðasta laugardag fórum við fjölskyldan ásamt samstarfsfólki mannsins míns og fjölskyldum þeirra í Siglingu um Breiðfarjörð. Það fóru allir héðan saman í rútu nema við þar sem að það er ekki gert ráð fyrir barnabílstól í rútunni. En það var bara hið besta mál! Við hlustuðum á skemmtilega tónlist á leiðinni til Stykkishólms og dilluðum okkur eins og við gátum.

Þegar þangað var komið fengum við okkur smá næringu og fórum svo í bátinn Særúnu sem sigldi með okkur um Breiðarfjörð í tvo klukkutíma.

Útsýnið var undursamlegt og lífríkið þar er svo fallegt! Á bátnum voru veiddir allskonar fiskar og fengum við að skoða þá og snerta. Sumir fengu sér meira að segja smakk á ýmsum fiskum með sojasósu, persónulega sagði ég pass við því!

En mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferðinni!

 

Sólveig Birna var mjög forvitin um alla fiskana en ég kunni nú ekki nöfnin á þeim öllum en fallegir voru þeir!

 

— Þar til næst!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *