Barnið,  Jóhanna María,  Lífið

Skírn og skírnarveisla


Þann 1.september var dóttir okkar skírð og fékk hún nafnið Selma Jóhanna. Nafnið Selma heillaði okkur alveg upp úr skónum og okkur fannst það hljóma svo vel við nafn Sólveigar. Ég sá það svo fyrir mér þegar ég væri að kalla á báðar dætur mínar Sólveig!…Selma!.. matur!

Seinna nafnið Jóhanna er í höfuðið á tengdamömmu minni og föðurömmu minni sem er einnig alnafna mín já og auðvitað mér sjálfri hehe… Mér fannst því mjög viðeigandi að Selma Jóhanna myndi skírast í skírnarkjólum frá nöfnum sínum. Hún skírðist því í tveimur kjólum. Hún var í skírnarkjól sem fjöðuramma mín og alnafna gaf mér nokkrum dögum áður en hún dó. Hún sjálf og pabbi minn skírðust meðal annars í þeim kjól.

 

Selma Jóhanna í skírnarkjólnum frá föðurömmu minni.

 

En þar sem að sá kjóll er um 100 ára gamall þá var hún í honum innan undir ,,venjulega“ skírnarkjólinn. En sá kjóll kom frá tengdamóður minni, hún fékk hann frá ömmu sinni sem hét líka Jóhanna, en fjöldamargir í fjölskyldu mannsins míns hafa skírst í þeim kjól þar á meðal hann sjálfur. En nú er kjóllinn komin í eigu Selmu Jóhönnu.

 

Við ákváðum að hafa litla og þægilega skírn og veislu heima hjá okkur líkt og við gerðum þegar Sólveig Birna var skírð. Svo aðeins allra nánasta fólkinu okkar var boðið, heildarfjöldi með okkur Ingólfi var 21 manns. Við buðum í skírnina klukkan 14.30, skírnin sjálf var klukkan 15.00 og svo var veislan beint á eftir. Ástæðan fyrir því að við buðum klukkan 14.30 í skírnina en ekki klukkan 15.00 var vegna þess að það mæta alltaf einhverjir of seint.

 

Tékklistinn minn fyrir skírn:

 

Prestur (Pétur í Óháða söfnuðinum)

Dagsetning og tími 1.september 2018

Skírnarvottar (Amma mín Fríða og amma Ingólfs Sólveig)

Hver á að halda á barninu (Jóhanna tengdamamma)

Panta skírnarkerti og gestabók (Karmel klaustrið)

Panta skírnartertu (Geira bakarí)

 

Veitingar:

Við fengum mikla aðstoð, sem betur fer! ég var hreint út sagt ekki að nenna miklu tilstandi fyrir skírnina enda bara mánuður síðan Selma fæddist og skólinn hjá mér og Sólveigu Birnu kominn á fullt skrið, svo við þáðum alla þá hjálp sem okkur var boðin.

 

Skírnartertan
Gestabókin og skírnarkertið
Veisluborðið

 

Tengdamamma gerði púðursykurstertu, Vigdís systir mín gerði salthnetunammi og vegan súkkulaðiköku, amma Ingólfs gerði karamelluköku, amma mín gerði Daime köku, ég bjó til 2x camembert rétti (uppskrift hér) og skírnartertan var keypt hjá Geira bakarí. Þegar myndin var tekin þá var heiti rétturinn enn inni í ofni vúbbsí..

Því miður þá vorum við ekki nógu meðvituð um að taka nóg af myndum. Selma Jóhanna var alveg búin á því eftir athöfnina sjálfa, hún fékk sér að súpa og stein svaf af sér aðal partýið. Svo það náðust því miður ekki margar myndir af henni í fallega skírnarkjólnum hennar tengdamömmu. En hér er ein sem ég tók af henni daginn eftir í skírnarkjólnum.

 

Ofboðslega fallegur skírnarkjóllinn hennar Selmu Jóhönnu.

 

–Þar til næst!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *