Skreytingar í afmælið frá Aliexpress

Á hverju einasta ári panta ég skreytingarnar frá Aliexpress, ég passa mig á að gera það með góðum fyrirvara svo það sé allt komið þegar afmælið á að vera, gott er að gefa þessu tvo mánuði.

Næst er 4 ára afmæli Róberts og hann fær að sjálfsögðu að velja sjálfur, í ár verður það hvolpasveita afmæli en í fyrra vildi hann Batman.

Það er svo sama sagan með minn eldri hann Óliver, Spiderman, Ninja og lego hefur orðið fyrir valinu og ætla ég að deila með ykkur myndum og linkum.

Ég hef síðan ég byrjaði með Aliexpress bloggin mín aldrei deilt með ykkur link sem ég hef ekki prófað sjálf, Það mun vera algjör undantekning ef varan er ekki til sem ég keypti, finnst það mikið prinsipp atriði og mun halda mig við það, það þarf að passa sig á að vera nokkuð viss um að seljandinn sé traustur.

 

Byrjum á það sem ég pantaði núna fyrir Hvolpasveita afmælið hjá verðandi 4 ára gutta, mæli ekki með að hafa barnið með ykkur að skoða, ég endaði með að kaupa helling af hvolpasveitar dóti líka, æjj það var bara svo gaman hjá okkur!

 

 Þessar blöðrur eru til upp í 9 ára og í nokkrum litum, linkur HÉR

 

Hann vildi vera með mikið af blöðrum, það er líka svo gaman, linkur HÉR

 

Það vill svo til að allur borðbúnaður ásamt fánum er uppselt á linknum sem ég notaði, ég skal setja inn link á búðina fyrir ykkur, annars eru aðrir að selja svona líka, setjið þá í leitina, Paw Patrol birthday decorations, mikið úrval hjá honum, linkur á búðina HÉR

 

Skal sýna ykkur líka dótið sem ég keypti handa honum…

 

 

Linkur á dótið HÉR
Pantaði líka fjóra hvolpasveita bangsa á 550 kr stk, þessir bangsar kosta 2990kr stk í Hagkaupum til dæmis, linkurinn virkar ekki lengur en endilega kíkið á það líka, munar miklu í verði, hér er annar linkur fyrir ykkur (ath hef ekki prófað þennan link sjálf, en síðan lítur vel út ) –  BANGSI
Hann er svo spenntur litla krúttið, hann spurði mig daglega hvort sendingarnar væru komnar, þetta reynir líka á þolimæðina hjá honum sem hann á ekki mikið af, góð þjálfun með þessu.
Batman þema, linkur HÉR
Ég notaði pappír úr Ikea og skar út Batman merki sem var hengt upp með límbandi á öllum veggjum, vakti mikla lukku.
Keypti þetta sett í leiðinni sem hann notar enn í dag og hann vildi bara vera í þessu í afmælinu, auðvitað fékk hann það, linkur HÉR
NINJAGO og LEGO afmælið var skemmtilegt að gera, notuðum reyndar DUPLO kubba líka
Linkur HÉR
Duplo notað á skemmtilegan hátt.
Notaði Lego kubba.
Kakan er pöntuð frá TertuGallerí- Myllan.
Hér eru svo prinsarnir mínir, eldri minn er fæddur 12 febrúar og yngri er  jólabarn, kom í heiminn 21 Desember :*
Þangað til næst

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *