Skrítnar og skemmtilegar staðreyndir

Ég elska að skoða skrítnar og tilgangslausar staðreyndir á netinu, ég dett oft inná allskonar síður sem innihalda staðreyndir sem maður þarf í raun bara ekkert að vita á lífsleiðinni og langaði mér að deila nokkrum skemmtilega skrítnum staðreyndum með ykkur!

Smá svona grín í byrjun! Varð að hafa þetta með haha

 

1. Vissir þú að á hverju ári slasa 40.000 Bandaríkjamenn sig á klósettum

2.Árið 1830 var tómatsósa seld sem lyf

3. 1% af öllum konum í heiminum geta fengið fullnæingu bara með því að örva brjóstin

4. Árið 1979 var samkynhneigð ennþá talið sem “sjúkdómur” í Svíþjóð
og Svíar hringdu sig þá inn veika og sögðu að þeir voru veikir með þeim útskýringum að
þeim “leið eins og homma/lessu”

5. Getnaðarvarnapillan fyrir konur virka líka á apa

6. Lög í Alaska segja að það sé bannað að horfa á mús úr flugvél

7. Rómverjar áður fyrr notuðu piss til að gera tennurnar hvítar

8. Það eru til fleiri plast-flamingó fuglar í Bandaríkjunum en lifandi flamingó

9. Fyrir hverja síðu á netinu eru til 5 klámsíður

10. Judge Judy þénar um 45 milljónir dollara á ári

11. Sumt fólk upplifir sömu tilfinninguna við það að hugsa um mat og kynlíf

12. Árið 1980 þurfti að reka nokkra starfsmenn sem störfuðu sem læknar
á Las Vegas spítalanum því þeir gerðu veðmál um hvenær sjúklingar myndu deyja

13. Það eru 5 kalóríur í einni teskeið af sæði

14. Gíraffi getur þvegið á sér eyrað með sinni eigin tungu

15. Albert Einstein giftist frænku sinni

16. Allir ísbirnir eru örvhendir

17. Að meðaltali eru fleiri manneskjur hræddar við kóngulær heldur en að deyja

18. Allir hafa sitt eigið “tungufar” eins og fingraför

19. Kvenkyns kengúrur eru með 3 píkur

20. Það eru fleiri McDonald’s staðir í Bandaríkjunum en sjúkrahús

21. Þú getur ekki ýmindað þér nýjan lit

22. Að meðaltali eyðir ökumaður á allri sinni ævi hálfu ári stopp á rauðu ljósi

23. Að lemja hausnum í vegg eyðir 150 kaloríum á einum klukkutíma

24. Mestmegnis af ryki heima hjá þér eru dauðar húðfrumur

25. Tarantúla getur lifað án matar í tvö ár!

 

Ég vona að ykkur finnist tilganslausar staðreyndir jafn skemmtilegar og mér!
Það kemur pottþétt önnur svona færsla í komandi framtíð

 

Þangað til næst ♦

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *