Smá fróðleikur um Ed Sheeran fyrir spennta miðahafa

 

Ég er ein af þeim sem er yfir mig ánægð yfir því að það sé verið að halda auka tónleika með kappanum, festi kaup á miða í gær og eyddi gærkvöldinu í að vafra youtube, rifja upp gömlu lögin, ekki frá því að spenningurinn jókst við það, en ég verð nú að sitja á mér þar sem það er enn 10 og hálfur mánuður til stefnu, finnst þetta vera smá pynting að láta mann bíða svona lengi eftir spennuna í miðakaupunum.

En hver er Ed Sheeran?

Ég safnaði saman smá upplýsingum um hann og ætla að deila með ykkur nokkrum myndböndum þar sem hann syngur í The Live Room á youtube, ég er á þeirri skoðun að hann er töluvert betri live, tilfinningarnar og innlifunin í söngnum nær mér alveg, hann er ótrúlega fær tónlistarmaður, hann er eins manns hljómsveit og leikur sér með tæknina sem kemur hrikalega vel út, getið séð það í myndböndum hér að neðan.

Ed er fæddur 17. febrúar 1991, nær jafnt hátt til lofts og ég, 1,73cm.

Hann er lagaskáld, gítarleikari, hljómplötuframleiðandi og leikari, hann hefur selt yfir 38 milljónir plata og yfir 100 milljónir smáplata sem gerir hann einn af best seldu tónlistarmönnum í heimi.

6 tilnefningar fyrir American music award 2018.

Sheeran fæddist í Halifax, West Yorkshire, hann sótti Academy of Contemporary Music í Guildford. Þegar Sheeran var barn flutti hann með fjölskyldu sinni til Framlingham í Suffolk.

Hann lætur sig varða að safna pening fyrir góð málefni og upphæðirnar eru ekki af neinum litlum skala, hann gefur oft fötin sín líka fyrir þá sem vantar.

 

Myndirnar sem hann hefur annað hvort leikið í eða raddað fyrir eru

Year Title Role Notes Ref(s)
2014 Shortland Street Himself [158]
2015 Undateable Himself [159]
Home and Away Teddy [160]
The Bastard Executioner Sir Cormac 5 episodes [161]
Jumpers for Goalposts: Live at Wembley Stadium Himself Concert Film [182]
2016 Bridget Jones’s Baby Himself [183]
2016 Popstar: Never Stop Never Stopping Himself uncredited
2017 Game of Thrones Lannister soldier Episode: “Dragonstone [184]
2018 The Simpsons Brendan (voice) Episode: “Haw-Haw Land [185]
Songwriter Himself Documentary [186]
2019 Untitled Danny Boyle/Richard Curtis film Post-production [187]

Hér er hægt að fara á slóðirnar fyrir meiri upplýsingar.

Wikipedia er með miklar upplýsingar um hann ef þið viljið vita meira,  ýtið HÉR.

 

Tónleikaferðalagið hans fyrir árið 2019 byrjar 24 mai í Frakklandi og endar 25 Ágúst í Bretlandi, alls 32 tónleikar og 2 sem hann kemur fram á hátíðum í millitíðinni.

 

Nú það sem ég mest spenntust yfir, er að leyfa ykkur að hlusta á það sem mér finnst gaman að hlusta á,

Give Me Love i næstum 9 mínútna myndbandi.

 

I See Fire er virkilega flott lag

Bloodstream er eitt af mínu uppáhalds

Shape Of You er aðeins hressara

 

Sjáumst svo hress þann 11. Ágúst 2019!

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *