Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

Spítalataskan

Nú er komin sá tímapunktur að ég er farin að huga að því hvað ég ætla að taka með mér upp á spítala þegar fæðingin hefst. Mér finnst gott að hafa yfirsýn yfir það sem ég ætla að taka með mér. Á síðustu meðgöngu skrifaði ég ekki niður hjá mér hvað það var sem ég ætlaði að taka með mér og ég sá mjög eftir því þegar ég var komin upp á deild, því það voru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað hafa meðferðis en það voru sem betur fer aðallega hlutir fyrir mig sjálfa, eins hefði ég viljað hafa með mér fleiri samfellur og ælustykki því við vorum á spítalanum í tvær nætur síðast en sem betur fer þá reddaðist það allt saman og fengum við föt og annað lánað á spítalanum.

Mér finnst mjög þægilegt að vera tímanlega að skipuleggja hvað það er sem ég ætla að hafa með mér, þó svo að það séu ennþá fimm vikur í settan dag þá veit maður aldrei hvenær daman ætlar sér að mæta á svæðið og því gott að vera vel undirbúin. Sérstaklega í ljósi þess að þó nokkuð margar konur hafa átt fyrir tímann í mínum bumbuhóp og sjálf átti ég eldri stelpuna okkar 10 dögum fyrir settan dag svo ég reikna frekar með því að þessi komi fyrr en seinna. Listinn er geymdur á góðum stað heimavið og því lítið mál að henda í töskuna því sem á eftir að pakka þegar stóra stundin rennur upp.

Sjálfri hefur mér fundist gott að skoða lista sem aðrar mæður hafa sett saman til þess að bera saman hvað fólk er svona almennt að taka með sér upp á deild og sjá hvort að ég væri nokkuð að gleyma einhverju.  Mér fannst þægilegast að skipta listanum í þrennt, í fyrsta lagi dót fyrir mig sjálfa, ófætt kríli og svo fyrir eiginmannsefnið. Ég keypti Colorland skiptitösku á AliExpress fyrir stuttu síðan, hún er mjög rúmgóð svo allt sem við þurfum að hafa meðferðis fyrir ófætt kríli kemst í hana. Okkar dót fer svo í stóra íþróttatösku.

 

 

Hér kemur listinn minn 🙂

Fyrir mig:
Föt til skiptana:
hlýrabolur x2,
kósý buxur x2
Föt til þess að fara í heim (Leggings og þægilegur víður kjóll)
Kósý náttbolur og náttbuxur
Nærföt (gjafahaldari og þægilegar ömmu nærbuxur og neta-nærbuxur)
-
sokkar x3 pör
vatnsbrúsi
gatorate
nasl

Snyrtidót:

Hárbursti og teygjur
tannbursti og tannkrem
dagkrem
 (lítil dolla)
sjampó og hárnæring (litlir brúsar)
svitasprey
brjóstakrem (fjólubláa)
bómullar-brjóstahlífar
risa dömubindi

Annað:
mæðraskráin
& fæðingaráætlun
Síminn og hleðslutæki
nuddolía
lyfin mín

Ingólfsdóttir:
samfellur x4
sokkabuxur x2
gallar x3
Sokkar x1
klóruvettlingar
taubleyjur/ælustykki x3
blautþurrkur/grysjur
bleyjur
Heimferðasettið (síðerma samfella, buxur, sokkar, peysa, vettlingar, sokkar, húfa)
Teppi
barnabílstóllinn

Eiginmannsefnið:
1-2 buxur
3 bolir
1-2 peysur.
tannbursti og tannkrem
svitasprey
Ipadinn og hleðslutæki

— Þar til næst!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *