Spurt og svarað- Tobba hárgreiðslumeistari

Ræddi við Tobbu í stólnum hjá henni og varð undrandi yfir því að sum ráð sem hafa fengið að njóta vinsælda yfir tíðina er mögulega ekki það besta fyrir hárið okkar, fekk hana til að svara nokkrum spurningum.

Hún útskrifaðist sem hársnýrtir 2008 og sem hárgreiðslumeistari 2009 svo hún hefur starfað í faginu í 11 ár.

Frá því Tobba var lítil stelpa hafði hún dreymt um að verða hárgreiðslukona og þessi draumur breyttist ekki með árunum, hún hefur gaman af því að vinna með fólki, skapa listverk og gera eitthvað nýtt, hárgreiðslustarfið sameinar þetta allt fyrir hana.

En nú koma spurningarnar sem hún góðfúslega svaraði fyrir okkur…..

Hvaða olíur mælir þú með til að gefa hárinu góða næringu og hvað eigum við ekki að setja í hárið okkar?

Ég nota mikið extra virgin ólivíuolíu (þarf að vera ekta)í hárið á mér og stráknum mínum, læt hana liggja í hárinu í klukkutíma og skola hana vel úr hárinu á stráknum mínum þar sem ég nota ekki sjampó í hann en þvæ hana úr mér.

Ég er ekki hrifin af kókosolíu þar sem hún á það til að þrána í hárinu og mjög erfitt að ná henni allri úr.

Einnig hef ég heyrt margar sögur af því þegar fólk er að setja banana, hunang og avókadó í hárið og ekki náð því úr eftir marga marga þvotta og hafa þurft að nota uppþvottalögur til að ná þessu alveg úr og í kjölfarið skemmt á sér hárið.

Ég hef alltaf haldið því fram að þín eigin hárfita sé besta djúpnæringin fyrir þitt hár.

Hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá þér?

Redken er með allar mínar uppáhalds vörur, ég elska flest allt sem þeir hafa uppá að bjóða en One united hárolíusprey og Pillow proof blow dry express primer eru algjörlega í fyrsta sæti hjá mér.

Hvaða trend er í gangi fyrir sumarið 2019?

Sumarið er tíminn til að lýsa á sér hárið og er það alltaf vinsælt en skæru litirnir eru orðnir meira og meira áberandi, blátt, bleikt og fjólublátt kannski svona helst.

í síða hárið er það miklar styttur við andlit en frekar jafn sítt að aftan. Millisíddin er líka að koma sterk inn og er það þá rétt fyrir ofan axlir bein lína með hreyfingu í endunum.

Er það rétt að það sé betra að hárið sé skítugt fyrir litun eða er það mýta?

Ég vil alltaf fá skítugt hár í stólinn hjá mér fyrir litun og aðal ástæða fyrir því er að þín hárfita verndar hársvörðinn fyrir litnum, einnig er það auðveldara fyrir mig að eiga við hárið ef það er ekki alveg hreint. Aftur á móti þarf ég að hafa hárið alveg hreint fyrir klippinguna.

Hefur þú ráð fyrir konur sem eru að safna hári, hvað er best að gera til að ná hröðum hárvexti?

Taka hárvítamín, mín uppáhalds eru hárkúr Guli miðinn og svo kollagen fyrir húð og hár Protis. Svo er að passa að hárið slitni ekki svo það nái að síkka, tildæmis ekki nota hitatæki ánþess að nota góða hitavörn, lausflétta það fyrir svefninn og helst sofa á silki eða satín koddaveri, koma svo í hársnyrtingu á 4-6 mánaða fresti.

Hvað er það furðurlegasta sem þú hefur lent í með kúnna á þínum ferli?

Ég hef lent í mörgu skemmtilegu og furðulegu á þessum 11 árum en eitt það hræðilegasta sem hefur komið fyrir mig er þegar ég fékk stelpu í stólinn hjá mér sem vildi verða alveg ljóshærð, hún var með alveg óitað hár að hennar sögn en ég sá að það var aðeins upplitað ofaná og svona í skellum sem mér fannst dálítið skrítið. Ég setti aflitunarstrípur í hana alla og þegar ég var að fara bjóða henni að setjast fram í setustofu segir hún mér að eitthvað heitt hafi dottið á hálsinn á henni, þegar ég athuga það betur þá eru álpappírarnir orðnir sjóðandi heitir og aflitunarefnið búið að breytast í vökva og var að leka niður eftir hálsinum á henni.

Ég fór með hana beint í vaskinn til að þvo þetta úr henni og var hárið á henni orðið mjög brunnið. Ég komst svo að því að hún hafi keypt sér sprey sem litar hárið náttúrulega í sólinni, þessi tvö efni voru greinilega ekki að vinna vel saman og hef ég aldrei séð aflitunarefni fara svona í öll þau skipti sem ég hef notað það og það er talsvert oft.

Sem betur fer var hún bara með aflitunina í stutta stund og hárið hennar ekki alveg ónýtt en samt mjög ílla farið. Eftir þetta spurði ég allar skvísurnar sem komu með upplitað hár hvort þær hefðu notað svona sprey.

Á hvaða stofu starfar þú?

Labella heitir stofan og er staðsett í Furugerði 3, síminn er 517-3322

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *