Sunnudagsbrauðið

Ég elska að baka og fá mér eitthvað nýbakað, ferskt úr ofninum um helgar. Um helgina datt ég í rosalegt “brauð-stuð” og langaði rosalega í svona alvöru nýbakað brauð með stökkri skorpu, en hafði aftur á móti ekkert rosalega langan tíma til að láta það hefast og bíða. Ég fékk ábendingu um mjög fljótlegt brauð sem heppnaðist fullkomlega. Ég breytti uppskriftinni örlítið frá upprunalegu og deili henni hérna með ykkur. En brauðið er bakað í steypujárnspotti.

2 pakkar þurrger
1 matskeið sykur
1 og 1/2 bolli volgt vatn
3 bollar hveiti
1 tsk salt

Settu ger, sykur og vatn í hrærivélaskál og láttu standa í ca. 5 mínútur.

Forhitaðu ofninn í 220°C og settu steypujárnspottinn inn á meðan ofninn er að hitna.

Bættu hveiti og salti út í gerið og hnoðaðu deigið í ca. 7 mín. Deigið er frekar blautt en á ekki að klístrast, ef það klístrast þarf meira hveiti.

Þá er það leynitrixið fyrir fljótlega hefun. Örbylgjuofninn. Settu smá olíu í skál sem þolir að fara í örbylgjuofninn. Taktu 2 viskastykki og bleyttu annað þeirra vel, það á að vera vel rakt en ekki svo það dropi úr því. Deigið er mótað í kúlu og sett í skálina, blauta viskastykkið sett yfir og svo er þurra viskastykkið sett þétt yfir allt.

Þetta er svo sett í örbylgju og hitað í 25 sekúndur. Svo lætur þú það standa í 5 mínútur í örbylgjunni. Það er svo aftur hitað í 25 sekúndur.

Ég hef svo fært það aftur í hrærivélaskálina og látið það hefast í ca. 30 mínútur. Á meðan er ofninn hitaður í 220°C og steypujárnspotturinn hitaður með.

Þegar deigið er búið að hefast er það mótað í kúlu, ég skar x ofan á það, og sett í stepujárnspottinn. Passa að lokið á pottinum er mjög heitt!

Brauðið er svo bakað í ca. 30 með loki, lokið er svo tekið af og brauðuð bakað áfram í 10 mín eða þar til það er orðið fallega gyllt.

Því er svo leyft að standa í smá stund á borði og skorið þegar það er búið að kólna aðeins.

Okkur fjölskyldunni finnst þetta ótrúlega gott brauð og ég er mjög spennt að prófa að nota mismunandi krydd til að bragðbæta það.

You may also like...

1 Response

  1. March 8, 2019

    […] Færslan er skrifuð af Fjólu og birtist upphaflega á Amare.is […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *