Teinar á fullorðinsaldri

Er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi gera þegar ég væri orðin 35 ára gömul.

Ég fékk spurningu frá tannlækni mínum í Svíþjóð eftir að hann var búinn að mæla yfirbitið á framtönnunum mínum sem hljómaði svo: Langar þið í teina?

Ég var 12 ára og komin inn á geljuna og ég hélt nú ekki, það hefði verið frábært ef foreldrar mínir hefðu sest niður með mér og rætt við mig um kosti þess, að auki var þetta þeim að kostnaðarlausu þar til ég næði 18 ára aldri.

EN árin liðu og þegar ég var orðin tvítug þá sá ég eftir ákvörðuninni að hafa ekki drifið þetta af þegar mér bauðst, yfirbitið jókst líka með tímanum og því tek ég eftir á myndum í gegnum árin.

Svo liðu 15 ár, þá sagði ég hingað og ekki lengra, þessi draumur sem ég hafði fyrir að fá beinar framtennur var orðin svo stór að ég varð að athuga hvort hann gæti orðið að veruleika.

Í minni leit að upplýsingum sé ég að í dag er úrvalið orðið mun meira, getur fengið glæra teina, getur líka fengið stellið fyrir aftan tennurnar! sem kallast ósýnileg meðferð og eru þær sérsmíðaðar fyrir hvern og einn.

Það fannst mér mjög spennandi kostur verandi orðin þetta gömul og þarf líklegast að vera með þá í tvö og hálft ár.

Hér eru upplýsingar um þessar spangir, tekið af vef https://spangir.is

Um er að ræða sérsmíðaðar, gullhúðaðar (68% gull innihald) spangir, festar á innanvert yfirborð tannanna. Þessi tegund af innanverðum spöngum er ein sú nákvæmasta og fullkomnasta sem er í boði á markaðnum í dag og eru þessum tækjum engin takmörk sett. Hægt er að meðhöndla allar tegundir tann- og eða bitskekkju með þessari tegund tækja.

Boðið er upp á mismunandi meðferðir, þ.e. með álímdum spöngum á allar tennur efri- og neðri tannboga eða í annan tannboga og blanda með hefðbundum utanverðum spöngum í hinn tannbogann.

Incognito Lite meðferð er þegar einungis þarf að rétta minniháttar tannskekkjur á framtönnum og er þá einungis spangirnar settar á fremstu 6-8 tennur í viðkomandi tannboga.

Sjá nánar á heimasíðu Incognito

Svona lítur þetta út.

Fullkomin lausn fyrir mig og ég lét vaða, pantaði tíma hjá Láru í mat, þá er farið yfir hvort þetta sé raunveruleg lausn fyrir mig.

Í þeim tíma fékk ég þær fréttir að ég yrði að fara í tannréttingar, þar með var þetta ekki bara val, heldur nauðsyn. Staðan var sú að ef ég færi ekki í þetta næstu árin þá myndu bæði framtennur og neðri framtennur byrja að losna, þar sem yfirbitið var í mesta lagi.

Þá var ekki aftur snúið, til að geta byrjað ferlið þá þyrfti að draga úr mér tvær tennur til að búa til pláss, það var það eina sem mig virkilega kveið fyrir, en allt gekk þó vel, það fór aðeins ein kvöldstund í smá óþægindi vegna úrdrættinum.

Misjafn milli manna hversu mikið viðkomandi finnur fyrir þessari meðferð á tönnum, ég var aldeilis heppin, ég finn ekki fyrir miklu, eiginlega bara smá eymsli í tönnum sem verið er að færa, en akkurat ekkert til þess að kvarta yfir, mjög ánægð með það.

Ferlegt hvað maður getur sett sína drauma á HOLD og áttað sig svo á 15 árum seinna að ég verði að sinna og elta drauma mína, en mikið hrikalega er ég ánægð með að vera byrjuð og brosi breitt með þessa ákvörðun.

Þegar ferlið er búið mun ég pósta fyrir og eftir myndum fyrir ykkur að sjá, ég sýni og tala um þetta á Snapshat reikningi mínum og eru þið velkomin þangað -kristjana83 🙂

Þangað til næst

Strákamamman í Reykjavík

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *