Tékklisti fyrir komandi barn

Nú er orðið mjög stutt í að drengurinn okkar mætir í heiminn. Þegar ég áttaði mig á því hversu stutt er í hann fékk ég smá sjokk og mér fannst eins og ég væri ekki búin að gera neitt sem þarf að gera áður en hann kemur. Það getur auðvitað verið mismunandi eftir heimilum en hér eru hlutirnir sem ég skrifaði niður hjá mér.

Föt

 • raða eftir stærðum

ég fór í gegnum öll fötin tók fram minnstu stærðirnar, sorteraði þær og raðaði í kommóðu

 •  þvo fötin

 þar sem að fötin eru annaðhvort ný eða búin að vera í geymslu í langan tíma passa ég að þvo allt með mildu og mjög litlu þvottaefni

 •  strauja

ég strauja öll barna fötin á meðan barnið er svona lítil það er bara eitthvað sem ég vandi mig á þegar ég var með Máney litla og ætla að halda því áfram núna þar sem  að mér finnst það mýkja fötin svo og einhvern veginn bara þægilegra að meðhöndla þau

Rúm

 •  setja saman rimlarúmið

rimlarúmið sem við eigum vex mjög vel með barninu þar sem að það er hægt að setja það upp á þrjá vegu og er Máney búin að vera í því núna í 3 ár og er það en þá í mjög góðu standi. Við ákvöðum að það væri sniðugast að kaupa bara nýtt rúm fyrir hana og setja rimlarúmið aftur í ungbarna stöðuna

 •  sækja ungbarnasængina

ungbarna sænginni er búin að vera í geymslu svo ég þarf að sækja hana og set hana sennilega í þvott líka

 •  búa um rúmið

þvo ungbarna sængurverin setja utan um sængina, setja lakið á og taubleyju í stað kodda til að byrja með

Vagninn

ég tók áklæðið af vagninum og þvoði það, svo þarf ég að búa um vagninn, setja lak teppi og taubleyju

Ömmustóll

Máney fékk rosalega flottan ömmustól í skírnargjöf með leikslá, ég ætla að þrífa áklæðin og sótthreinsa leikslána

Ungbarnaróla

ég vissi að mig langaði í ungbarnarólu þar sem ég hugsa að það geti verið mjög þægilegt að setja drenginn þangað þegar hann er órólegur eða þegar ég þarf að sinna Máney

Bílstóll

ég skoðaði úrvalið og fann stól sem hentaði okkur best og ég keypti líka spegil til að setja á höfuðpúðann

Kaupa

 • bleyjur
 • grisjur

ég eins og margir aðrir nota frekar grisjur en blautþurrkur sérstaklega til að byrja með

 • brjóstapúðar

það er strax byrjað að leka úr brjóstunum á mér og þegar ég var með Máney á brjósti lak svo ótrúlega mikið að ég reikna með að þurfa aftur á þessum að halda

 • stór dömubindi
 • brjóstakrem

ég man hvað brjósta kremið átti það til að algjörlega bjarga mér á meðan brjóstagjöfinni stóð svo er líka hægt að nota það sem bossakrem

 • bossakrem
 • sótthreinsandi

það er mikilvægt að sótthreinsa hendurnar reglulega þegar maður er með svona lítið barn og fá alla gesti líka til að sótthreinsa hendurnar þegar þeir koma í heimsókn alla vega ef þau ætla að kjassast eitthvað í barninu alla vegana þar til það er búið að fá fyrstu sprauturnar

 • undirlak

ég set undirlak/pissulak bæði í rúmið og í vagninn, ég mun einnig nota þau til þess að hafa undir þegar ég er að skipta á honum

Gera tilbúna spítala tösku 

Gera tilbúna tösku fyrir Máney 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *