ÞÁ VARÐ ÞAÐ RAUTT

Á þessum tíma árlega þá vantar mig breytingu með hárið á mér og ég valdi að nú væri tími á að fara bara all inn og leyfa þessari dömu sem er í villtari kantinum að skína í gegn….. Ég hef dáldið haldið henni í skefjum útlitslega vegna áliti annari, í dag er mér alveg sama!…. Já það tók vinnu að komast á þann stað, en frelsið sem fylgir því er stórkostlegt…..Ég skal fjalla um það ferðalag í annari færslu fyrir ykkur bráðlega.

Ég átti til frá REF litahárnæringu með Intense COPPER lit sem ég notaði til að setja í endana í hárið á mér, ég vildi frekar fara þá leið en að setja í það permanent lit sem myndi skemma það ennþá meira…… en þar sem ég vildi mikla breytingu að þá langaði mig í annan lit og kíkti á þá í Módus sem selja þessa vöru og hafði í huga að prófa gráan lit sem hefði getað gengið upp þar sem mikil aflitun situr í hárinu mínu frá seinasta ævintýrinu sem ég náði næstum að rústa á mér hárinu með of mikla aflitun, eða þið vitið… ég sá það fyrir mér að það mundi ganga upp, hvort það hafi svo gert það er annað mál 😛

Í hillunni sá ég svo rauðan lit og greip hana ánþess að hugsa, ég fer að kassanum að borga og þar hitti ég Ben, hann spyr hvort þetta sé fyrir mig og ég játa því, þá útskýrði ég fyrir honum hvað ég hafi náð að gera með COPPER litinn og væri svona nokkuð viss um að þetta myndi ganga hjá mér…….Hann bað um að fá senda mynd af loka útkomunni og vá þetta heppnaðist mun betur en ég hafði þorað að vona… rauði liturinn varð rosalega fallegur.

AÐFERÐ……

Það sem ég gerði til að ná fram þessu, sterka lit var að setja þetta í þurrt hár og leyfði því að liggja í góðan klukkutíma, eftir ca 30 mín athugaði ég með litinn og fannst hann þurfa aðeins meiri tíma til að ná fram þeim lit sem ég óskaði mér, bætti aðeins við af næringunni og beið áfram……ég var ekki viss…..annað hvort yrði þetta bleikt eða rautt og mér var svo sem alveg sama, bleiki yrði líka flottur.

Það þarf jú að hafa dáldið fyrir rauða litnum en mér sýnist ég bara þurfa að fríkka upp á litin einusinni í viku, bera aftur í það, en þá þarf auðvitað ekki að hafa hann jafn lengi í, ekki mikil fyrirhöfn fyrir fallegan lit, og mér finnst ég loksins vera orðin þessi litaglaða manneskja sem þorir að fara út fyrir kassann og gera það sem ég vil.

ÚTKOMAN……

Þetta var skemmtilegt ævintýri og alls alls ekki það síðasta með hárið á mér:P

Þangað til næst <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *