Þú berð ábyrgð á þínu eigin lífi

Fyrirsögnin er mögulega pínu sérstök og þið farið kannski að hugsa um þetta á neikvæðan hátt eða finnast þetta fáránlegt ? Að maður getur alls ekki tekið ábyrgð á öllu sem gerist í lífi manns og það er alveg rétt.

Það sem ég er að tala um er að ÞÚ berð ábyrgð á þínu viðhorfi í öllum aðstæðum , ÞÚ berð ábyrgð á þinni hamingju , ÞÚ berð ábyrgð á bjartsýni og jákvæði í ÞÍNU lífi.

Þetta er sett í smá gróft samhengi , það er mjög létt að segja þetta en kannski aðeins erfiðara að fylgja þessu eftir , að sjá að það séum við sjálf sem stjórnum ferðinni að okkar eigin líðan.

 

Auðvitað erum við sveiflukennd og við eigum góða jafnt sem slæma daga , það er það sem gefur lífinu lit en ef við tökum sem dæmi:” Þú missir vinnuna sem þú varst búin að vinna í langan tíma , þér líkaði ágætlega við samstarfsfélaga þína , launin voru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta er ekki þitt aðal “draumajob”….. Hvað ætlar þú að gera ? annaðhvort geturu drekkt þér í neikvæði , hugsað endalaust hvað gerði ég vitlaust , sest fyrir framan sjónvarpið , talandi um hvað lífið sé glatað að þú getir aldrei gert neitt rétt , verður reiður út í vinnuveitandan og blótar öllu í sand og ösku fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að næsta “glataði” vinnustaður hafi samband við þig svo þú getir nú haldið þér uppi ….. EEEÐA þú gætir litið á þetta mjög jákvæðum augum , ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum vinnustað , ég er búin að eyða X mörgum árum í vinnu sem þú hafðir varla áhuga á , að nú sé frábær tími til halda áfram að eltast við draumana , klára skólann eða sækja um draumavinnuna sem ég hef alltaf viljað , eða allavegana taka eitt skref áfram í áttina sem ÞÍNIR draumar liggja..! Sjá það bjarta í þessum aðstæðum , finna jákvæðnina , alveg sama hvað eða hverjir þínir draumar eru eða hvert þú vilt stefna , alveg sama í hvaða aðstæðum þú lendir í eða hverju lífið hendir í þig hugsaðu jákvætt , líttu á björtu hliðarnar , finndu lausnir í stað þess að drekkja þér í vandamálunum , neikvæði og aðgerðaleysi… Maður getur ekki ætlast til þess að eitthvað jákvætt og gott gerist ef maður gerir ekki neitt sjálfur til að stefna að því góða..
Ekki hefuru efni á því að kvarta og kveina yfir því að þú vinnur aldrei lottóið ef þú tekur ekki þátt?

 

 

Hvernig vilt þú að lífið þitt sé ?

ÞÚ ert eina manneskjan í þínu lífi sem getur borið ábyrgð á sjálfum þér , auðvitað getum við ekki ráðið því hvað heimurinn hendir í okkur , við getum ekki ráðið því hvernig við bregðumst við áföllum o.s.f. en við skulum muna það að við getum ráðið viðhorfi okkar og hvernig við ætlum að takast á við hlutina.
Ef við vöknum á morgnana og ákveðum fyrirfram að þetta sé slæmur dagur hvað gerist þá ? Auðvitað verður dagurinn slæmur…

Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar , við erum jú fyrirmyndir barnana okkar og viljum augljóslega allt það besta fyrir þau en þá er gott að setjast niður með sjálfum sér og skoða sig aðeins!

Smá pælingar inn í helgina , munum að gleyma aldrei okkur sjálfum , við erum það sem skiptum mestu máli í okkar eigin lífi , við erum okkar eigin herra og ákveðum hvert líf okkar stefnir , hvernig ætlar þú að eyða lífinu?

Þangað til næst!

 

You may also like...

1 Response

  1. Binga MUA says:

    Vel mælt yndislega

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *