Þvotturinn

Mig langar að fjalla um eitt af skrítnu áhugamálunum mínum og ástríðu en það er ÞVOTTUR

Já það kannast öll heimili við þvottinn, sérstaklega eftir að krílin koma í heiminn og það þarf virkilega að fara að leggja sig fram við að þvo. Þvottakarfan breytist í eitthvað sem er fullt af töfrum því sama hvað þú tekur uppúr henni hún er alltaf full. Bara ef þetta gerðist með veskið manns, baukinn eða bankareinkninginn. Spurning að fara að geyma peninga í þvottakörfunni og ath hvort hann fjölgar sér.
Suma daga er maður orðinn sannfærður um að það búi fleiri á heimilinu en þú vissir því þetta verk virðist vera endalaust.

Margir henda í þvottavélina og gleyma henni svo þannig að sami þvotturinn er kannski þveginn 3 sinnum eða oftar.
Henda þarf svo þvottinum í þurkarann en því miður má ekki allt fara þar heldur þarf að hengja hann upp og bíða eftir að hann þorni. Sum heimili eiga ekki einu sinni þurkara og margir skilja ekki hvernig það fólk hefur haldið geðheilsunni.
Þetta er víst ekki nóg því það þarf að taka niður af snúrunum og úr þurkaranum og brjóta saman og setja inn í skáp. Sumir meira að segja kuðla þvottinum saman og gríta eða troða inní skápa og skúffur og eru sáttir.
Þetta er ekki lýsing á mér…. ÉG ELSKA ALLT SEM VIÐKEMUR ÞVOTTI!!!

Fyrir mér er það algjör sæla að svortera þvottinn og skella í vélina. Þegar vélin er búin tek ég úr henni, brýt allt fallega saman (já blautt) það sem á að fara á snúrurnar og hristi vel úr því sem fer í þurkarann. Þegar þurkarinn er farinn að mala og búið er að setja í næstu vél tek ég blauta þvottinn sem er saman brotinn og hengi hann fallega upp á snúrur og reyni að slétta eins og vel og ég get úr honum en það að brjóta hann saman hjálpar til við að slétta úr honum.
Ég hef unun af því að brjóta saman og geri það alltaf yfir góðri mynd eða spennandi séríum í sjónvarpinu og allt verður að vera vel brotið saman. Ég höndla engan vegin kúlusokka eða hálf brotna saman sokka, þeir verða að vera fullkomnir (OCD kannski ekki en úfff þráhyggja dauðans)

 

 (Þetta er tilefni í martröð fyrir mér)

Ég hef í alvöru læðst framúr og brotið saman sokkana mína “rétt” þegar ég og vinkona mín vorum saman í útlöndum og hún braut saman og rétti mér minn þvott…. Vá ég höndlaði það ekki hehehe.

(Svona á að gera þetta, rétt samanbrottnir sokkar)

En alla vega fyrir mig er líka mjög mikilvægt að strauja. Ég strauja ekki allt en margir ef ekki flestir finnast ég algjörlega sturluð í hausnum. Sængurver nauðsynlegt að hafa nýstraujuð, finnst eins og að setja skítugt utan um rúmið ef þau eru krumpuð, skyrtur auðvitað og svoleiðis stöff, dúkar og viskustykki. Það síðasta lítur bara betur út í skúffunni.
Ok. Þá er 1 af ástríðum mínum komnar á blað.

En þegar maður er svona KreiKrei fyrir einhverju þá lærir maður alltaf eitthvað sniðugt sem hægt er að nota og ég á fullt af svoleiðis ráðum og hér eru nokkur

Hvítur þvottur: Matarsódi er algjört möst í hvítan þvottinn en hann gerir þvottinn í raun hvítari, hann sótthreinsar og ótrúlegt en satt mýkir þvottinn. ég set yfirleitt msk með þvottaefninu þegar ég er með hvítann þvott og stundum set ég líka inní vélina
Illa lyktandi þvottur: Borðedik. Já þessi illa lyktandi vökvi gerir wonders þegar kemur að svitalykt, lykt af súrum þvotti og svo það besta við hann er að hann verndar litnn í fötunum og mýkir. Edikið er sett í mýkingarefnishólfið og stundum inní vélina. Ef mikil lykt er af þvottinum er gott að láta liggja í bleyti með edikinu yfir nótt og þvo svo eins og venjulega.
Ég nota líka edik til að þrífa vélina en ég sýð alla vega 1-2 vélar á mánuði á 90 og set þá edik en það hreinsar líka vel allar leiðslur og drepur sveppi. Matarsótinn gerir það líka þannig að ég mæli með að setja í 1 vél í mánuði með matarsóta og ediki. Ég nota þessar vélar og þvæ allar tuskur.
Mýkingarefni: Ég nota aðeins mýkingarefni þegar ég þvæ lopavörur. Ég er ekki hrifin af því og hef heyrt að velar sem mýkingarefni hefur verið notað reglulega í eru oft fullar af myglu. Í staðin nota ég yfirleitt örfáa dropa af ilmkjarnaolíu. Eucaliptus og teetree hafa verið mikið notað en ég nota alltaf lavender í sængurföt þar sem lavender er róandi.
Sokkaskrímslið: Hver kannast ekki við sokkaskrímslið ógurlega sem stelur alltaf öðrum sokknum þannig að maður situr uppi með töluvert magn af stökum sokkum. Ég er búin að finna ráð við honum og hef sigrað. Þvottvélapokarnir sem fást í Ikea t.d. Þessir sem flestir henda tvíburahúfunum í (flestir kalla þær brjóstarhaldara) Í þessa poka set ég alla sokka, loka og hendi í velina. Það er ótrúlegt hvað stökum sokkum hefur fækkað eftir að ég byrjaði á að gera þetta. Ég hendi yfirleitt pokunum svo beint í þurkarann með sokkunum þannig að þegar ég er búin að brjóta allt annað saman tek ég fram pokana (yfirleitt með 2 í velinni) og brýt snirtilega saman úr hvorum pokum. Það er örsjaldan sem stakur sokkur verður eftir en yfirleitt finn ég hinn undir rúminu hjá unglingnum.
Stríðið sem ég á orustu við núna er sokkagatarinn en sonur minn gengur í gegnum sokkana eins og ekkert sé. Mamma það er komið gat á sokkinn heyrist aðeins of oft enda keypti ég 20 pör af alveg eins sokkum þegar ég kíkti síðast til Bandaríkjanna og þvílíkur munur..

En alla vega ég ætla að hætta hér og fara að gera eitthvað.

Vonandi getið þið nýtt eitthvað af þessu, mæli alla með að prufa
Knús og hamingja
Bryndís Steinunn

þvottaperri með meiru

You may also like...

2 Responses

  1. November 15, 2018

    […] Færslan er skrifuð af Bryndísi Steinunni og birtist upphaflega á Amare.is […]

  2. November 15, 2018

    […] Færslan er skrifuð af Bryndísi Steinunni og birtist upphaflega á Amare.is […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *