Jóhanna María,  Meðganga

Til hvers hlakkar þú mest til að lokinni meðgöngu?

Nú er ég á viku 33 á meðgöngunni og hversdagslegir hlutir eru orðnir erfiðari en þeir voru áður. Bumban er farin að flækjast fyrir og hamla mér í venjulegum athöfnum daglegs lífs, líkt og margar konur eflaust þekkja sem gengið hafa í gegnum meðgöngu.

Við stelpurnar í júlíbumbu-hópnum á Facebook vorum að ræða það hvað við hlökkum mest til þess að gera þegar krílið er komið í heiminn og er listinn vægast sagt skemmtilegur. Ég held að flestar ófrískar konur nái að tengja við einhverja hluti á listanum. Fékk ég leyfi til þess að deila listanum með ykkur frá hópmeðlimum.

 

(32 vikur + 5 dagar)

Að geta sofið á maganum!
Að geta borðað það sem ég vil!
Að geta pissað eðlilega!
Að líffærin mín fari öll á þá staði sem þau eiga að vera á!
Að geta andað eðlilega!
Að geta séð á mér píkuna og snyrt óræktina í kringum veislusalinn!!
Að geta gengið sársaukalaust án þess að líða eins og maður sé með kúta á milli lappanna.
Að geta hreyft mig eðlilega og hætta að labba eins og ég sé mörgæs!
Að geta hlaupið upp og niður stiga.
Að losna við þennan ógeðs brjóstsviða.
Að geta stundað eðlilegt kynlíf aftur guð hjálpi mér!!
Að geta borðað heila máltíð án þess að sulla á bumbuna.
Að geta opnað mér ískaldann bjór á kvöldin eftir erfiðan dag!
Að geta fengið mér hvítvín og rauðvín með matnum.
Að geta setið á gólfinu og haldið í við eldra barnið.
Að geta haldið á eldra barninu án þess að vera að andast!
Að líða ekki eins og ég sé gagnslaus.
Að geta farið í Kringluna eða Smáralind án þess að taka andköf og þurfa að setjast niður í nánast hverri búð.
Að geta staðið upp úr rúmi/sofa án þess að þurfa að velta mér.
Að geta lyft hlutum án þess að fólk fái slag yfir því og að ég líði fyrir það daginn eftir.
Að geta klætt mig í sokka án þess að plana vandlega hvernig ég ætla að gera það
Að geta farið út að hlaupa aftur
Að geta keypt mér fín föt ekki bara föt sem eru hálfpartinn einnota sem duga í nokkrar vikur/mánuði.
Að fá jafnaðargeðið aftur
Að geta klætt mig í hvaða skó sem er
Að hætta að svitna við það eitt að klæða mig í föt.
Að geta beygt mig, staðið upp, velt mér og hreyfa mig án þess að dæsa, mása, blása, stynja og rymja.

 

(Mynd af eldri stelpunni minni sem fæddist 15.10.2012)

Sama hversu erfið meðgangan verður héðan af verður hún þess virði á endanum.
Því mest af öllu þá hlakka ég til þess að fá stelpuna mína í fangið <3 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *