Jóhanna María,  Lífið

Tímaskipulag

Ég fúnkera best þegar ég skipulegg mig vel. Það er krefjandi að vera í vinnu, skóla og að sinna heimili og fjölskyldu. Það krefst þess að maður sé vel skipulagður til þess að allt gangi vel. Það sem að hefur virkað best fyrir mig er að skrá niður jafn óðum hvað er að gerast á hvaða tíma í google Calander í símanum. Sumt stilli ég á ,,reminder” þannig að það „pípir“ á mig t.d. korteri áður en ég á að mæta á fund. Google Calanderið mitt er því oft yfirfullt eins og sést hér í apríl mánuði.

 

Ég er með 5 lita flokka í google-calanderinu mínu sem skiptast einhvern vegin svona:
Gult nær yfir vinnutímann minn.
Grænt eru tímasetningar varðandi allt tengt skólanum, hvort sem það eru fundir eða verkefnaskil.
Ljósbleikt er fyrir Sólveigu Birnu dóttur mína og nær yfir staði sem hún þarf að mæta á, skipulagsdaga í leikskólanum og fleira.
Rautt nær yfir mikilvæga fundi eins og læknistíma, sjúkraþjálfun, mæðraskoðun og slíkt.
Blátt nær síðan yfir hluti sem ég geri fyrir mig sjálfa til dæmis ef ég er að fara í ferðalag, tónleika og slíkt.

 

 

Ég er síðan með þennan snilldar skipulags-segul á ísskápnum sem ég keypti hjá prentsmidur.is þar sem ég skrifa niður allt það sem er að gerast í vikunni. Æfingar hjá manninum, læknistíma, skil á verkefnum í skólanum osfrv. Sem mér finnst mjög þægilegt því þá hefur maður yfirsýn yfir vikuna beint fyrir framan sig. Eins þá þarf maðurinn minn ekki ,,sífellt að vera að spyrja mig hvenær er aftur fundurinn í leikskólanum?“ eða ,,Hvað er í matinn?“ osfrv. Eins og þið sjáið er gífurlegt álag á manni í þessari viku. En venjulega skipulegg ég líka kvöldmáltíðir fyrir vikuna.

 

 

Að lokum.. þá skrifa ég allt, þá meina ég ALLT niður í dagbók sem ég tek með mér nánast hvert sem ég fer. Þessa fékk ég á passionplanner.com 

Mér finnst þessi dagbók einstaklega þægileg og vel upp sett. Vanalega er hún öll útkrotuð, en til þess að sýna ykkur hvernig hún er uppbyggð þá ákvað ég að taka mynd af tómri opnu.

Í dagbókina skrifa ég niður nákvæmar tímasetningar á því hvenær ég er að vinna, hvenær ég er í skólanum, fundi og já bara allt sem ég er er að fara að gera. Ég áætla einnig fram í tímann sem ég ætla að nýta til þess að læra. Í þeim vikum sem hve mest hefur verið að gera hjá mér til dæmis þegar ég er í prófum, hef ég áætlað tíma fyrir heimilisstörfin og tíma með fjölskyldunni og vinum. Í þessari dagbók er einnig gert ráð fyrir persónulegum to-do lista og vinnu to-do lista sem ég nýti óspart.

* færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi á nokkurn hátt *

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *