Tips fyrir Húðina

Ég ætla að skrifa mína fyrstu færslu um húðina okkar ,
fáir gera sér grein fyrir því hvað það er ótrúlega mikilvægt að hugsa vel um húðina og
þekkja hana vel. Það skiptir miklu máli að næra
húðina vel nákvæmlega eins og þú nærir líkamann!
Þú þarft að gera þér grein fyrir því hvort þú sért með feita , þurra eða blandaða húð.
Mér finnst þetta lítið rætt og fólk þarf að hugsa betur um hana , þú færð færri bólur , húðin eldist hægar og ert feskari
ef þú hugsar vel um húðina þína.


-Mikilvægt er að djúphreinsa húðina allavegana 2í viku ,
kornskrúbbar eru mjög góðir og sniðugt er að nýta sturtuferðina til að skrúbba húðina

-Djúphreinsun tekur allar dauðu húðfrumurnar , fer alveg ofan í húðina og hreinsar ALLT ,
Heldur teygjanleikanum í húðini , kornskrúbbar henta fyrir allar húðgerðir

-Best er að nota olíuskrúbb fyrir feita húð

-Alltaf skal muna að hugsa líka um háls og bringu , hreinsa og bera krem , gott er að allir eigi handaáburð líka

-Húðin á bringu og höndum eldist fyrst af öllu

-Alltaf skal þrífa húðina bæði á kvöldin og á morgnana , hvort sem þú sért með farða eða ekki

-Best er að nota andlitsmjólk – andlitsvatn og svo gott rakakrem

-Sniðugt er að eiga augnkrem líka

-ALDREI þá meina ég ALDREI nota blautþurrkur til að þrífa af þér farðan
, blautþurrkurnar þurrka upp húðina , eingöngu skaltu nota blautþurrkur í neyð!
En svona í alvöru ekki nota blautþurrkur!!!

-Alls ekki nota sápu heldur , þurrkar upp húðina líka!

-Alltaf skaltu eiga hreinsivörur og rakakrem sem henta þinni húðgerð

Það hugsa margir (ég gerði það líka) til hvers að þrífa húðina líka á morgnana þegar maður gerði það kvöldið áður og er bara búin að
leggjast upp í rúm og vakna svo aftur , ég hugsaði allavegana svoleiðis ,
að ég væri ekki búin að komast í neina snertingu við óhreinindi því ég var sofandi ??
En þetta var kolrangt hjá mér og það er alls ekki langt síðan að ég komst að því . Húðin okkar vinnur mest á nóttuni , það er allskonar
óhreinindi í loftinu sem setjast á húðina þegar þú sefur.
MIKILVÆGT er að skipta reglulega um koddaver , koddaverið er bakateríusuga.
Svo er líka bara mikilvægt að skipta reglulega um allt á rúminu því við svitnum LÍKAMSÞYNGD okkar á einu ári í rúmið á meðan við sofum!!
hversu ógeðslegt ???

Mig langar líka svo að minna á eitt sem fólk á oft til með að gleyma. Sólavörn!!
Það er svo gríðalega mikilvægt að bera á sig sólarvörn , þótt það sé lítil sól , þetta verndar húðina svo mikið og hægist á ölrun á húð einmitt líka!
Ég er nú samt ekkert alsaklaus á þessu sviði þar sem ég ber nánast aldrei á mig sólarvörn , ég ber sólarvörn á börnin mín en ekki mig!
Það er svo mikilvægt að muna eftir sólarvörninni , ég mæli með að þið kaupið litin brúsa af sólarvörn til að eiga í veskinu sínu yfir
sumartímann eða þegar þið farið til sólarlanda:)

Ef þið eruð að hugsa um að fjárfesta í húðvörum þá eru yfirleitt alltaf fólk í öllum búðum snillingar í að vita hvað hentar þinni húðgerð , þér er líka velkomið að spyrja mig , getið sent hér á síðunni , sent mér e-mail eða skilaboð á Facebook<3

Mér finnst svo gaman að spá í húðinni og öllu því tengdu og langaði að skrifa svoltið um hvað er mikilvægt og hvaða vörur ég nota mest og elska!
Vonandi hjálpaði þessi færsla ykkur eitthvað.

Í lokin langaði mig að sýna ykkur nokkrar af mínum uppáhalds hreinsvörum!

Melt makeup Remover er mitt uppáhalds hreinsikrem eins og er. Frá Urban Decay Fæst í Hagkaup í smáralind og kringluni

Garnier tvífasi , ég nota hann alltaf til að taka augnfarða af Fæst t.d. í Hagkaup , krónuni , bónus og fleiri stöðum

Mitt uppáhalds Rakakrem Embryolisse Fæst á Nola.is , ég keypti mitt úti Hollandi í Douglas Fæst líklega á fleiri stöðum en ég veit bara um Nola.is hér heima

Nauðsynlegt er að eiga maska til að nota reglulega, minn uppáhalds maski er mud mask frá soup & co. Ég keypti hann í Hollandi , hann er svo rakagefandi og mjúkur og djúphreinsar húðina vel. Ég veit að það er hægt að fá mud mask allavegana frá Blue lagoon og hef ég heyrt að hann sé góður en hef ekki prufað hann sjálf. 

Andlitsvatn (Toner) er nauðsyn eftir hreinsiefnin til að loka svitaholunum áður en rakakremið kemur á. Garnier Tonerinn finnst mér mjög góður og hentar mer vel , fæst t.d. í Hagkaup , krónuni , bónus og fleiri stöðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *