Unaðslegt Enchiladas

Þessi vika hefur verið með aðeins öðruvísi sniði en venjulega en við stelpurnar ákváðum að hafa uppskriftaviku….

Ég veit ekki með ykkur en ég elska allt sem viðkemur mat.

Að hugsa um mat, að elda mat, að kaupa mat, að borða mat, að dreyma um mat…. Já matur er fíknin mín. Mér finnst að vísu ekki jafn gaman að ganga frá eftir eldamenskuna og átið og enn leiðinlegra fynnst mér að þurfa að borga fyrir matinn.

Fyrir mér eru matreiðslubækur, allar þessar uppskriftasíður á netinu og blöð og bæklingar um matargerð eins og klám. Ég er gellan sem slefa yfir myndum af léttsteiktu nautakjöti, seiðandi ávaxtabakkanum og suðrænni sangríunni og hugurinn fer á flug því ég ætla mér að prufa allar þessar uppskriftir. En auðvitað endar maður yfirleitt á því að elda alltaf það sama. En um daginn (sem er örugglega um 3 ár síðan) tók ég uppá því að taka kanski 5 uppskriftir sem ég hef aldrei gert áður og prufa þær. Ef þetta er eitthvað sem ég veit að ég vil gera aftur skrifa ég þær fallega upp, prennta út, set í plast og inní möppu. Það sem ég hef verið að gera núna í janúar og febrúar eru möffins úr möndlumjöli og kókosmjöli, súrdeigsbrauð þar sem ég geri súrinn sjálf frá grunni (Súrinn heitir Blómsturberg, syninum fannst ógeðslegt að ég kallaði hann Ísabellu og gat ekki hugsað sér að borða brauðið) og svo þetta himneska Enchilada.

Ég á örugglega eftir að koma með uppskriftirnar af hinu síðar meir en byrjum á þessu.

Uppskriftin er fengin af síðunni hennar Evu Laufeyjar http://evalaufeykjaran.is/

But here goes Kjúklinga Enchiladas

Innihald :

Ólífuolía

1 rauðlaukur

½ rautt chilli

1 rauð paprika

1 græn paprika

2 hvítlauksrif

salt og pipar

2 kjúklingabringur

1 dós niðursoðnir tómatar

1 msk tómatpúrra

1 mexíkóostur

1dl vatn

kóríander

tortilla kökur

rifinn mozzarella

sýrður rjómi

salsa

nachos

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu og skerið grænmetið. Steikið laukinn í smá stund og bætið síðan paprikum og chilli út á pönnuna. Pressið hvítlaukinn og bætið einnig út í.

Steikið kjúklingabringurnar á annarri pönnu og kryddið með kjúklingakryddi. Rífið bringurnar niður og bætið út á pönnuna.

Hellið tómötum og tómatmauki saman við. Kryddið með salti, pipar og smátt söxuðu kóríander. Skerið ostinn í litla bita eða rífið niður og setjið á pönnuna og hrærið

Bætið við vatni og leyfið að malla í smá stund

Setjið tortillakökurnar í eldfast mót og fyllið með gumsinu og rúllið upp. Sáldrið rifnum osti yfir og bakið við 180°í 20-25 mín eða þar til osturinn er gullinn (því meira því betra)

Berið fram með sýrðum rjóma, fersku kóríander, nachos og salsa

Ég er að segja ykkur þetta er algjört sælgæti og já við erum að tala um foodgasm

Ég hvet ykkur til að prufa því þessi réttur svíkur engan. Hann verður örugglega í boði í næsta matarboði sem ég held.

En eigið dásamlega gómsæta helgi

Kveðja

konan úr Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *