Það fyrsta sem ég lærði að gera í eldhúsinu var eggjahræra.
Það er mjög einfalt og eitthvað sem margir kunna að gera, enda til endalausar útgáfur.
Ég hef verið að prófa mig áfram við þetta í langan tíma og hér er hvernig mér finnst hún koma best út:
Ég byrja á að hræra saman 2-3 eggjum og mjólk í skál.
Síðan krydda ég með mínum uppáhalds kryddum.
Mér finnst rosalega gott að bæta osti ofan í, einnig bæti ég stunum við skinku.
Síðan helli ég blöndunni á pönnuna og hræri reglulega í meðan hún steikist.
Mér finnst mjög gott að bera þetta fram með ristuðu brauði, ávöxtum, safa eða kakói.