Uppáhalds snyrtivörur í Desember

Mig langaði að byrja á því að segja gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
2018 var áhrifaríkt og skemmtilegt ár og ég vona að 2019 verði ennþá betra, ég trúi ekki öðru.

Mig langaði að gera svolítið öðruvísi make-up færslu fyrir þennan mánuðinn,
eins og ég sýndi frá á snapchat síðasta sunnudag frá förðun sem ég gerði.
Ég sýndi frá vörunum sem ég notaði í lookið og langaði að skrifa um það líka hvaða vörur ég notaði.

 

Ég notaði mínar uppáhalds vörur í lookið , ég tók reyndar ekki myndir step by step,
heldur bara loka útkomuna og þessvegna langaði mig að setja inn allar vörurnar sem ég notaði í það look.

 

 

 

 

Ég byrja auðvitað á rakakremi, ég notaði rakakrem úr SKIN línuni.

Image result for herbalife skin glow

 

 

Eftir að rakakremið er komið á byrja ég alltaf á augunum.
Ég notaði augnskugga primer sem heitir primed & ready frá collection,
nýji uppáhalds hjá mér

Image result for eye primer collection

 

 

Ég leyfi primerinum að “þorna” aðeins áður en ég byrja á grunni í skyggingu
Ég ákvað að nota bara eina pallettu til þess að hafa þetta frekar auðvelt.
Notaði þrjá liti í skyggingu í pallettu frá UD sem heitir Heat,
byrjaði á litnum Saused svo He devil og síðasti var Ashes.

 

 

 

Ég notaði pigment frá Nyx í litnum númer 6, mjög fallegt og “létt”

Related image

 

 

Næst notaði ég svartan blýant í vatnslínu bæði uppi og niðri frá urban decay

 

Image result for urban decay black eyeliner pencil

 

 

 

Þegar augun eru búin að mestu tek ég bómul og garnier hreinsi og strýk undir augun ef það
skildi augnskuggi hafa fallið niður

 

Image result for garnier

 

 

Ég byrjaði á húðinni með því að nota primer frá Maybelline the baby skin,
leyfi honum að setjast aðeins á húðina

 

Image result for maybelline baby skin

 

 

 

Þar sem ég er ofurþreytt mamma þá nota ég colour corrector frá Nyx, ég nota bleika litin
til að fela þessa mömmu bauga

 

Related image

 

 

Næst er það meikið en ég notaði meikið Naturally matt frá collection í lit númer tvö,
blanda út með beauty blender

Image result for Collection naturally matte 2

 

 

Næst notaði ég hyljarann Nars í litnum vanilla, nota sama beauty blender

Image result for nars concealer vanilla

 

 

Þegar grunnurin var komin á húðina, fyllti ég inn í augabrúnirnar mínar , ég notaði
frá anastasia beverly hills penna í litnum soft brown og augabrúnagel frá makeup store

Related image

 

 

Ég notaði svo augabrúnagel frá makeup store, bara glært á litinn

Image result for makeupstore eyebrow gel clear

 

 

Ég hélt svo áfram með húðina, notaði púður pallettu frá Nyx
blanda tvem litum saman (sjá á mynd) til að “setja” meikið og hyljarann.

 

 

 

Næst opna ég augnskuggapallettuna aftur og tek lit 2 og 3 í skygginguni á augnlokunum
og set það létt undir augun og tengi við augnskuggan á augnlokum.

 

 

 

 

Ég klára svo húðina, nota Nyx púðurpallettuna blandaði tveim saman
(sjá á mynd) til að skyggja andlitið

 

 

 

Notaði svo sólapúður frá urban decay til að hlýja uppá andlitið, set á sama stað og skyggingin

Image result for urban decay beached bronzer

 

 

Kinnalitur frá ofra í litnum Charm til að gefa smá lit

Image result for ofra blush charm

 

Highlighter frá Becca í litnum opal á kinnbeinið, dreg aðeins upp að augabrúnum,
smá á nefbrottin og á efri vör

Related image

 

 

Notaði augnhárabrettara og svo augnhára “primer” frá urban decay,
Nota til að þykkja og lengja augnhárin og þau verða svo fullkominn!
Elska þennan primer!

Image result for urban decay eyelash primer

 

 

Ég notaði svo maskara frá benefit úr línuni they’re flawless! geggjaður

 

Related image

 

 

Varacombo frá urban decay, bæði varablýant og varalit í litnum liar!

Image result for lipstick urban decay liar

 

 

Fullkomna svo lookið með góðu setting spreyi frá glam glow!

Related image

 

Þangað til næst♦♦

 

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *