Uppáhalds snyrtivörur í júlí

Hæhó!
Eins og ég talaði um í seinasta snyrtivörubloggi langaði mig að segja frá vörunum sem ég splæsti í úti Englandi , var að prufa fullt af nýju og er voðalega spennt yfir því og varð held ég bara ekkert fyrir vonbrigðum..
Ætla að tala um nokkrar vörur sem ég er búin að prufa almennilega og segja aðeins frá þeim, ég keypti flest allar vörurnar í búð sem heitir Superdrug , snildin ein sem þessi búð er , allt svo ótrulega ódýrt!

 

 

 

 

 

1. I heart revolution paletta Violet!
Þessi paletta fæst í superdrug (allavegana í Englandi)
Ég skoðaði flestar paletturnar frá þessu merki eru klikkað flottar
en þessi varð fyrir valinu og ég sé svo sannarlega ekki eftir því
ég er ástfanginn af henni og hef ekki snert aðrar palettur síðan ég kom heim!
ég er algjörlega þessi fjólu/rauð/bleika týpa svo ef þið eruð þar þá get ég ekki mælt meira með þessari!

Image result for i heart revolution violet

 

 

 

 

2. Unicorn heart highlighter frá I heart revolution
Ég bara eiginlega gat ekki látið þennan í friði í búðinni , ég bara VARÐ
Hafa ekki allir upplifa það?
Svo fullkominn og fallegur
Ég helt samt að þetta yrði alveg exstream dæmi en kom mér alveg á óvart hvað hann verður
fallegur þegar hann er settur á!

Image result for unicorn heart highlighter

 

 

 

3. Blush bar frá Benefit
það kannast nú flest allar við benefit , hágæða snyrtivörur , ég verð aldrei fyrir vonbrigðum!
ég hef átt Hoola bronzer frekar lengi og hann er einn af mínum uppáhalds
ég bara stóðst ekki mátið þegar það var sýnt mér þessa , það er gefið út svona palettur 1x á ári
alltaf endurbættar og flottar , það var nýbúið að gefa hana út þegar ég var í Englandi og
ég bara vaaaarð að fá mér hana!
Hún stóðst líka algjörlega undir væntingar
Image result for blush and bronzer palette benefit 2018

 

 

 

 

 

4. Eyebrow gel frá Nyx
Mig langaði svo að prufa eitthvað nýtt sem tengdist augabrúnunum ,
þar sem að ef ég lita þær endist liturinn í max 1 viku svo ég sé aldrei tilganginn í því
Ég er lengi núna búin að vera að nota frá Anastasia og líkar alveg vel en
langaði að prufa nýtt.
Ég greip í þennan og ég elska hann!
ég er svona 1-2 mín að móta og fylla inn í augabrúnirnar með þessu geli , það helst
líka svo ótrúlega vel á allan daginn!

 

Related image

 

 

 

 

 

5. They’re real maskari frá Benefit
Já eins og með augabrúnirnar langaði mig að prufa nýja gerð
af maskara , ég keypti þrjá sem ég er búin að prufa en þessi
stendur uppúr , kom mér skemmtilega á óvart , mjög fallegur og klessist ekki!

Image result for mascara benefit

 

 

6. Matt meik frá Collection
Ég hef ekki mikið verið að splæsa í meik fyrir mig sjálfa , hrædd við að prufa nýja tegundir
þegar að þessu kemur , hef lengi vel notað All nighter frá UD , en þar sem
það er frekar þykkt enda full coverd þá langaði mig í eitthvað létt meik sem ég gæti notað
bara hversdags , og hitt fyrir betri tilefni , ég fann þetta í frekar miklu flýti
prufaði liti og endaði á því að kaupa lit nr 3 , ég er búin að láta All nighter meikið
alveg í friði síðan ég splæsti í þetta!
ég þarf bara voðalega lítið til að þekja allt andlitið , virkar fyrst eins og þetta sé mjög
þykkt en um leið og maður dreifir því er það þunnt, létt og matt!
Varð frekar hissa og mjög ánægð

 

Related image

 

 

 

7. Eye primer frá Collection
Ég á ekki mikið af augnskugga primerum , hef alltaf verið frekar vanaföst kannski eins
og þið sjáið , tími aldrei að kaupa neitt fyrir mig aðþví ég er hrædd um að
fýla það ekki og hvað þá? hehe
En ákvað að skella mér á þennan primer og lýst ágætlega á , hann er þunnur og auðveldur
að vinna með , augnskugginn helst mjög vel á og verður fallegur
Svo ég myndi allavegana telja mig ánægða með þetta val á primer

 

Image result for Collection primer

 

 

 

Þetta eru allavegana vörurnar sem ég hef mest prufað eftir að ég kom heim frá Englandi og líkar best við , allar vörur nýjar og hef ekki prufað áður!
Það fæst pottþétt eitthvað af þessum vörum hérna heima en hef bara ekki kynnt mér það nógu vel.

En allar vörurnar fyrir utan Benefit fást í Superdrug , fullt af flottum merkjum í þessari búð , mæli með að kikja á heimasíðuna þeirra 🙂

 

Þangað til næst<3

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *