Uppáhalds snyrtivörur í júní

Hæhó , mánaðarlega bloggið er loksins að koma inn,
ég var úti í Englandi og þessvegna kemur þetta svona seint inn
Ég vona að þið fyrirgefið mér það (auðvitað).

 

 

1. Þetta BB krem hefur reynst mér ótrúlega vel
þegar mig langar að vera náttúrulega máluð
gefur fallega áferð, er þunnt og auðvelt að vinna með.
Það er eins og ég sé ekki með neitt makeup þegar ég nota þetta!
Þetta er frá L’oreal og fæst t.d. í Hagkaup
Image result for BB cream loreal

2. Þessi hefur bjargað mér svo oft, allt í einu!
Eins og stendur framan á þá er þetta hyljari, skygging og
corrector (veit ekki alveg hvernig ég þýði það hehe).
Varan er í mjög þægilegri stærð til að hafa í makeup töskunni.
Ég nota bleika litinn langmest til að fela þreytta mömmubauga undir hyljarann.
Svo endist varan lengi og svínvirkar!

Image result for color corrector nyx

 

3. Uppáhalds stöku augnskuggarnir sem ég hef notað eru frá Makeupstore!
Þeir eru bara allir svo ótrúlega fallegir og ,,pigmentaðir”, ég á lang mest
af þeim stökum og hef ekki rekist á staka augnskugga eins og þessa!

 

Related image Related image   Related image

 

 

4. Litla augnskuggapallettan frá Nyx!
Hún er mjög góð til að skyggja enda nota ég hana mjög mikið til þess.
Að mínu mati eru þetta hentugir og góðir litir!

Image result for nyx palette

5. Ég er búin að vera nota mikið af highlighter frá Becca,
Þessi er bara pínu uppáhalds atm.
Hann passar við allt makeup og er svo æðislega fallegur.
Highlighterinn heitir Opal

 

Image result for Becca highlighter opal

 

Þennan mánuð var þetta stutt, næsta blogg verður lengra þar sem ég missti mig í snyrtivörukaupum í Englandi
og á eftir að prufa svo ótrúlega mikið, mjög spennandi fyrir mig 🙂

Þangað til næst

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *