Uppáhalds snyrtivörur í maí

Hér koma mínar mest notuðu og uppáhalds snyrtivörur fyrir maí mánuð!

1. Þegar ég er að fara eitthvað fínt eða vill fá góða og fallega þekju yfir andlitið
nota ég alltaf All nighter farðan frá Urban Decay , hann stendur algjörlega undir nafni
Þekur vel og kemur mjög fallega út!

2. Ég bara einfaldlega get ekki talað nógu mikið um rakakremið frá Embryolisse , það er mjög rakagefandi og
klárlega besta rakakrem sem ég hef prufað og ég hef prufað alveg nóg af þeim!
Mæli mikið með þessu , ég keypti mitt í Douglas en það fæst inná Fotia og Shine allavegana

 

3.  Uppáhalds hyljarinn minn er Fit me frá maybeline , hann felur mjög vel og verður ekki klesstur!
Hentar mér ótrúlega vel!

Image result for fit me

4. Skyggingarpallettan frá Nyx er algjör snilld!
Ég nota hana mjög mikið sjálf og nota hana oftast þegar ég er að farða,
ég nota ljósu litina til að setja hyljarann og nota svo köldu litina í að skyggja og hlýju litina í að hlýja upp á andlitið

Related image

5. Ég prufaði að kaupa mér svona maskara primer sem lengir og þykkir augnhárin frá Urban decay
í gegnum árin hef ég oft prufað svona styrkingarmaskara og hef aldrei líkað við þá
En þessi frá Urban decay er besti primer sem ég hef kynnst , bæði þykkir mikið og lengir augnhárin , er oftast spurð hvort ég sé
með augnhár þegar ég set þennan undir maskarann, mæli mikið með!

Related image

6.Auðvitað kemur þá minn mest notaði og uppáhalds maskarinn minn frá Maybeline
Ég hef notað þennan mjög lengi og tími ekki að skipta honum út , augnhárin verða bara
svo gríðalega falleg , klessist alls ekki auðveldlega , ég elska hann!

Image result for mascara maybiline

7.  Síðast en ekki síst minn uppáhalds nude varalitur er frá Nyx  butter línuni BLS13
Ég nota hann við allt , hann bara passar við allt , ég er ekki mikið fyrir varaliti , finnst þeir
ekki fara mér og þessvegna elska ég þennan frá Nyx !

Image result for nude lipstick nyx butter

 

 

 

 

Þetta eru allavegana svona top vörurnar hjá mér í þessum mánuði 😀

Þangað til næst<3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *