Uppáhalds snyrtivörur í Október

Það er langt síðan ég talaði um mínar mest notuðu húðvörur.
Þar sem veturinn er gengin í garð og oft á þessum tíma verður maður þurr í húðinni ,
þannig ég ætla að nýta þennan mánuðinn í að tala um mínar uppáhalds og mest notuðu húðvörur.

 

1. Soothing aloe cleanser

 

Image result for soothing aloe cleanser herbalife

 

Þetta er einn af mínum uppáhalds hreinsum
bæði til þess að hreinsa húðina og farða.
Húðin verður bara svo ótrúlega mjúk og eins
og nafnið gefur til kynna að þá inniheldur
þessi hreinsir Aloe vera, og er bæði fyrir
eðlilega og þurra húð, fær 100% mín meðmæli.

 

 

 

 

2. Garnier micellar water oil

 

Image result for garnier

Þessi augnfarðahreinsir frá Garnier er langbestur til að taka
af augnfarða. Það þekkja það örugglega
flest allir sem nota farða að augun verða
svo aum og þrútin þegar maður er að hreinsa
maskarann af eftir daginn, ég hef allavegana upplifað
það með flesta augnfarða enda er ég með viðkvæm augu.
Þessi hinsvegar ertir ekki neitt og er hannaður fyrir
Viðkvæm augu og þurra húð, mæli með!

 

 

 

3. Energising herbal toner

Related image

Þessi Toner úr skin care línuni
frá herbalife er algjör snilld!
Ég hef prufað marga Tonera og ég gjörsamlega
elska þennan! Hann er í sprey brúsa
svo þú spreyjar einfaldlega á húðina eins og
með setting sprayi og nuddar aðeins.

 

 

4. Elizabeth arden rakasprey

 

Image result for elizabeth arden

Rakasprey er must have í snyrtitöskunni
þau virka svipað og setting sprey
En þetta er bara svo mjúkt, góð lykt af því og
rakinn frá þessu helst í húðinni í nokkrar klst.
Maður verður svo miklu ferskari og það er
svo gott fyrir mitt mömmu look að
hressa aðeins upp á það með góðu rakaspreyji.

 

 

 

 

5. Firming eye gel

Image result for firming eye gel herbalife

 

Firming eye gel úr skin care línunni hefur
bjargað mínum þreyttu baugum síðan
ég byrjaði að nota það, þetta augngel inniheldur
gúrkukraft sem gerir það að verkum að húðin verður
stinnari og þetta eykur einnig teygjanleika hennar.
Best er að geyma þetta í ísskápnum og bera þetta á kalt.

 

 

 

 

6.  Embryolisse rakakrem

 

Image result for embryolisse

Ég skrifaði um þetta rakakrem fyrir ári
síðan síðan og það er einfaldlega bara ekkert
sem slær þessu út. Emryolisse er by far besta
rakakrem sem ég hef notað, það gefur mikinn raka og
húðin verður svo mjúk, björt og falleg, þetta er svo frábrugðið
öllum öðrum rakakremum sem ég hef prufað!
Það er must að fjárfesta í þessu. Síðast þegar ég
vissi fékkst þetta rakakrem á Fotia.is

 

 

 

7. Supermud mask

 

Image result for glamglow mask

 

Ég hef verið að prufa mig áfram með maskana
frá Glamglow. Þessi hefur lofað mjög góðu og
hef ég notað hann óspart upp á síðkastið.
Hann skilur eftir sig góðan raka og bæði
er hægt að setja hann yfir allt andlitið eða
á lítil svæði sem eru slæm á andlitinu.
ég sá gríðarlegan mun eftir 1 skipti, húðin varð
fallegri og mýkri til lengri tíma, lagar hiklaust húðina.

 

 

 

ATH. Þetta er ekki kostuð færlsa eða auglýsing fyrir neinn. Einfaldlega mínar mest notuðu vörur sem ég vildi deila með ykkur.

 

Í næsta mánuði mun svo Bryndís deila með ykkur sínum uppáhalds vörum, þar sem við erum ólíkar í snyrtivöru heiminum
að þá er gott að fá að fylgjast með okkur tveim og fá hugmyndir frá fleiri en einum förðunarfræðing.
Það er alltaf persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Við munum svo skiptast á mánuðum!

 

 

Þangað til næst♦

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *