Uppáhalds snyrtivörurnar í nóvember

Jæja núna er það ég sem fæ að setja inn mínar uppáhalds vörur en við Gullý Sif ákváðum að skiptast á blogginu þannig að ég verð aftur í janúar.

En ég ætla að byrja á uppáhalds dagkreminu mínu en ég er ástfangin af Bioeffect vörunum. Það sakar ekki að eiga systur sem vinnur hjá fyrirtækinu en það var hún sem kynnti mig fyrir þessum vörum og eftir það hef ég verið húkt á þeim.

Dagkremið reyni ég að nota daglega en hey ég er með ADHD á hæðsta stigi og gleymi flestu á mettíma.  Það er létt, paraben frítt og cruelty frítt. Það fer auðveldlega inn í húðina og sléttir úr þessum fínu línum sem við viljum ekki hafa.

Á kvöldin nota ég svo dropana en þeir eru eitthvað sem ég tel skyldu að allir eigi. Ég nota þá á öll sár og frunsur og náttúrulega allt andlitið. Sonur minn gerir mikið grín af þessari þráhyggju minni og segir alltaf þegar hann er að horfa á mynd þar sem einhverjum er slátrað ,,Iss bara smá Egf dropa og aloa vera og hann verður fullkominn”

Yfirleitt set ég nokkra dropa í lófann á mér og gluða þessu svo yfir allt andlitið og niður á hálsinn. Munið eftir hálsinum og bringunni þegar sett eru dagkrem, olíur, næturkrem og allt það því þar koma oft hrukkur fram sem eru yfirleitt út af þurki í húðinni þannig að munið að vera dugleg að maka þessu niður að búbblum. Ég hef líka notað dropana beint ofan í skurði eftir aðgerðir því þar sem ég er sjúklega sæt (Sykursjúk) þá á ég að gróa verr en læknar hafa ekki trúað hversu vel skurðirnir hafa gróið og tel ég það eingöngu dropunum að þakka

Auðvitað má ekki gleyma augngelinu en það geymi ég alltaf inní kæli og þegar maður vaknar með þessa bláu bauga niður á hné og með fulla bónuspoka undir augunum er himneskt að skella kaldri stroku undir augun og finna þrotann líða úr augnsvæðinu. Spurning að gera þetta yfir magann, er viss um að ég myndi minka um alla vega 1 fatastærð þar sem ég er bara örlítið þrotin……………………………………………………um mig miðja….. Ég nota líka reglulega maskann með þegar ég ákveð að fara í dekurbað. (Úhhhh hugmynd fyrir blogg…… skrifa niður í hugmyndabókina mína. )

 

Alla vega verð ég ekki að fjalla aðeins um snyrtivörur víst þetta er nú einu sinni uppáhalds snyrtivörurnar mínar?

Uppáhalds vörurnar mínar eru frá Benefit…. Ég elska Benefit og hata að það er ekki hægt að kaupa þær hér en það er að vísu fín afsökun til að heimsækja vini mína í Bretlandi.

Fyrsta varan þeirra er Porefection primerinn. Hann er svo mikið æði. Fyllir vel í allar holur og sléttir úr húðinni og OMÆ hvað hún verður dásamleg, alveg eins og silki.

Maskarinn Bad gal BANG! er sjúklegur og láta augnhárin verða eins löng og á dúkku. Eini gallinn sem ég sé við hann er að þegar hann er nýr kemur mikið úr honum og þarf því að greiða augnhárin líka en þá nota ég einnota augnhárabursta eða gamlann maskarabursta sem ég hef þrifið með uppþvottalegi algjör snilld að nýta gömlu burstana

Ég er einnig húkt á Urban Decay Naked heat en ég fékk hana þegar ég var í Reykjavík Makeup school og litirnir eru svo fallegir og gaman að blanda þá.

 

En þar til næst eigið gleðilega makeup stund

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *