Uppskrift: Hvítlauksostabuff og kartöflugratín

Ég prufaði þessar uppskriftir saman í kvöldmatnum um daginn og þetta passaði svo ótrúlega vel saman, allt heimagert og ég varð bara að deila þessu með ykkur, þetta er svo ótrúlega gott! Þar sem ég og Óliver erum bara tvö á heimili eru þetta heldur litlir skammtar en þið getið auðveldlega stækkað skammtana. Ég elska auðveldar og góðar uppskriftir og þessar eru svo ótrúlega góðar og einfaldar!

 

 

 

Hvítlauksostabuff

Það sem þú þarft:

350 gr af hakki
2 egg
1/2 hvítlauksost
2 matskeiðar af fetaosti
Salt og pipar

Ég hef stundum notað ritz kex sem er ótrúlega gott líka!

 

Aðferð:

Þú byrjar á því að setja hakkið í skál,
skerð svo hvítlauksostinn í litla bita og setur í skálina með hakkinu,
Næst bætir maður við fetaostinum og eggjunum og kryddar aðeins með salti og pipar
Ef þú notar ritz kex, notaðu þá rúmlega 10-15stk og myldu þau niður ofan í skálina

Svo er það bara að hræra þessu öllu saman, mér finnst best að skella mér í hanska
og blanda þessu þannig saman, svo ég geti brytjað niður fetaostinn og blandað
þessu betur saman!

Ég spreyja á pönnuna kókos-olíu spreyi, nota svo skeið til að móta buffið á pönnuna,
leyfi því að malla í 5-10 mín á hvorri hlið á meðalhita, það fer eftir pönnum hvað þetta þarf að vera lengi.

 

 

Kartöflugratín

Það sem þú þarft:

1/2 sæt kartafla
1stk bökunarkartafla
1/2 hvítlauksostur
Smá klípa af hreinum philadelphia smurosti (val)

Aðferð:

Skerið kartöflurnar í litlar ræmur eða litla bita, ég gufusýð þær svo í potti,
sker hvítlauksostinn í eins litla bita og ég get
og set hann í skál með smá klípu af smurostinum.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar helli ég þeim beint á ostinn og hræri þetta allt saman
þangað til að osturinn er alveg bráðnaður og voila!

 

 

Ég vona að þið prufið þetta, þið verðið alls ekki fyrir vonbrigðum!
Strákurinn minn elskaði þetta.

 

 

Þangað til næst♦

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *