Við viljum lengri helgar saman!

Hugleiðingar hjá mæðginum í Reykjavík

Fyrir mörgum mánuðum síðan byrjaði 7 ára sonur minn að verða leiður á sunnudagskvöldum, mér til mikillar furðu þar sem hann elskar að vera í fríi og njóta þess með fjölskyldu og vinum.

Þegar ég ræði þetta betur við hann kemur í ljós að ástæðan er einmitt sú að tveggja daga frí var ekki nóg fyrir öllu því sem honum langaði að gera, og alla vinina sem hann vildi hitta.

Svona er ástandið öll sunnudagskvöld 🙂

Hann er að vísu mjög virkur krakki að venjulegur dagur virðist líka vera of stuttur fyrir hann, en ég er samt mjög sammála honum! 🙂

Lífið er það skemmtilegt að 2 dagar sem við fáum að gera nákvæmlega það sem við viljum saman án heimanám og stranga rútínu, er ekki að duga okkur.

Á hverjum sunnudegi þá er hann hneykslaður á hversu fljót helgin var að líða og vill meira frí, þá vill hann vita hversu langt er í næsta frí, hvenær næsti starfsdagur er og hvað er langt í sumarfríið 😛 við förum yfir það saman og þá getur hann farið sáttari að sofa.

Það er þá sem við plönum hvað við ætlum að gera næst saman og hlökkum mikið til.

Hann er mjög ánægður með að þessi vika er styttri en gengur og gerist og því ekki jafn löng bið í næsta frí sem er sumardagurinn fyrsti og þá er Handboltamót sem býður upp á smá ferðalag, mikill spenningur fyrir því.

Þá datt okkur í hug að senda bréf með þeirri ósk um að lengja helgina um einn dag og veltum þá fyrir okkur hvað sá dagur ætti að heita………..og líka hvert við ættum eiginlega að senda þetta bréf

Eftir nokkurn tíma þá fundum við nafn sem við erum ánægð með og svona lítur þá vikan út, en hvert bréfið á að fara er enn óráðið.

MÁNUDAGUR

ÞRIÐJUDAGUR

MIÐVIKUDAGUR

FIMMTUDAGUR

FÖSTUDAGUR

LAUGARDAGUR

SUNNUDAGUR

GAMANDAGUR

Það má láta sig dreyma…………

Þangað til næst<3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *