Vögguvísur

Mér finnst dásamleg stund að sitja með krökkunum á kvöldin og syngja fyrir þau meðan þau sofna.

Svo ég á hvað að skrifa lista yfir þær vögguvísur/róandi lög sem okkur finnst gott að syngja fyrir svefninn:

Sofðu unga ástin mín

Sofðu, unga ástin mín.
Úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi´og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

Það er margt sem myrkrið veit
minn er hugur þungur.
Oft ég svartan sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.

Sofðu lengi sofðu rótt
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt
að mennirnir elska, missa gráta´og sakna.

Maístjarnan

Ó, hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er allt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu’ í nefið þitt
því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik
ég ætla’ að flýta mér
og biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

Bíbí og blaka

Bí bí og blaka
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.

Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
að leita sér lamba.

Dvel ég í draumahöll

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Óskasteinar

Fann ég á fjalli fallega steina.
Faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina,
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina.
Lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga.
Ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur,
geti þær fundið telpa’ eða drengur,
silfurskæra kristalla með grænu’ og gráu,
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

Kvæðið um fuglana

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.

Bíum bíum bambaló

Bíum, bíum, bambaló,
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró
en úti bíður andlit á glugga.

Gull og prelur

Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina.

Eitt sinn rétt fyrir jólin

Vaskur björn
Vængjaglit
Guggin er vetrarsólin
Og ég man að einhver söng
Eitt sinn rétt fyrir jólin
Örugg þarna uni mér
Úti hríðin leikur sér
Stíga fætur stoltan dans
Á ströndu draumalands

Örugg þarna uni mér
Úti hríðin leikur sér
Stíga fætur stoltan dans
Á ströndu draumalands

Lifir enn minning mín
Merlar í fylgsni sálar
Lifnar við er ljósið dvín
Litir og myndir strjálar
Og ég man einhver söng
Eitt sinn rétt fyrir jólin

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *